Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 108
SLÉTTIR VÖÐVAR
þriðja flokkinn (B„ einnig nefndir „atypiskir
B-viðtakar“) hafa aukist síðustu ár, að miklu leyti
byggt á upplýsingum um ónæmi þessarra
atypisku B-viðtaka fyrir algengum B
antagonistum. Allir viðtakarnir hafa verið
rannsakaðir ítarlega með aðferðum lyfja-
fræðinnar og sameindalíffræðinnar og gen þeirra
einangruð. Ólíkt a-viðtökunum þá er sækni
adrenalíns og noradrenalíns í B-viðtaka
mismunandi. Enginn munur er á sækni þessara
náttúrulegu katekólamína í 8,-viðtaka. Adrenalín
hefur hins vegar 100 falt meiri sækni í B2-viðtaka
en noradrenalín, meðan B,-viðtakar eru næmari
fyrir noradrenalíni en adrenalíni. Agonistinn
isoprenaline hefur jafnmikla sækni í alla
viðtakana. Propranolol og skyldir antagonistar
hafa minni sækni í 8,-viðtaka en hina
B-viðtakana tvo. Sértækir antagonistar eru til
fyrir B, og B, viðtaka en ekki fyrir B, viðtaka.
Hins vegar eru til sértækir agonistar fyrir B2 og
B,-viðtaka, en enn sem komið er hafa engir 6,
agonistar reynst nægilega sértækir til að vera
nothæfir. Allir B-viðtakarnir miðla áhrifum
sínum fyrst og fremst með örvun á adenylyl
cyclasa í frumuhimnunni.
KLÍNíSKT MIKILVÆGI.
Hefur þessi aðgreining adrenergra viðtaka í
undirflokka einhverja þýðingu? Þetta var ein
þeirra spurninga sem upp komu í Ebeltoft, eins
og fyrirsögnin hér að framan ber með sér (til
hvers eru undirflokkar viðtaka?). “Fyrir
lyíjafræðingana!" var eitt svarið sem stungið var
upp á. I bili verður hver að svara fyrir sig, en út
frá sjónarmiði lífeðlisfræðinnar er enn óljóst
hvort þessi aðgreining hefur einhverja þýðingu.
Ymsar hugmyndir hafa þó verið settar fram, um
nákvæma stjórnun sléttra vöðvafruma í
mismunandi vefjum.
Forsenda samdráttar í vöðvafrumum er
hækkaður styrkur kalsíums í umfryminu. Sú
hækkun getur annars vegar orðið við opnun
jónaganga í frumuhimnunni og innflæði kalsíums
inn í frumuna gegnum þau eða við losun úr
kalsíum geymslum innan frumunnar. Virkjun
a,-viðtaka miðlar hækkuðum styrk kalsíums í
umfryminu. Þær tilgátur hafa meðal annars verið
settar fram að virkjun a,A-viðtaka valdi fyrst og
fremst opnun kalsíum jónaganga en virkjun
a,B-viðtaka valdi losun úr innanfrumu kalsíum-
geymslum.
Klínískt mikilvægi þess að geta greint á milli
mismunandi B-viðtaka með sértækum lyfjum
dylst engum, en e.t.v. er erfiðara að sjá
ávinninginn hvað varðar undirflokka a,- og
a2-viðtaka. Ymsar rannsóknir hafa þó þegar leitt
í ljós mismunandi dreifingu á undirtlokkum
Ca2+ h 1 (Ca2+)4-CaM h (Ca2+)4-CaM ATP M - ö: h CaM 1 - MLCK (óvirkur) -MLCK (virkur) ADP ^ Mp
v Pi A ML Pi A \ 1 —A- A ,CP f 1 A WP
/AIVl — /\1VI latch bridge Mg2t-ATPasi
Mynd 2. Samdráttarferli í sléttum vöðvum. A,
actin; M, myosin; MP, fosforilerað myosin; AM,
actomyosin; MLCK, myosin light chain ldnasi;
MLCP, myosin light chain fosfatasi; CaM,
calmodulin. Við ertingu eykst styrkur Ca2+ í
frumunni sem leiðir til virkjunnar MLCK. Ekki
er fullljóst hvað stýrir mismunandi
samdráttarástand vöðvans rœðst. Ein
hugmyndin er að virkni MLCK stjórnist af
öðrum kínösum. Svipaðar hugmyndir eru líka
uppi varðandi MLCP (sjá síðar í greininni).
98
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.