Læknaneminn - 01.10.1995, Side 109

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 109
SLÉTTIR VÖÐVAR oc,-viðtaka. í hjarta eru 20% a,-viðtaka af gerðinni aIA og 80% a1B en í viðnámsæðum í mesenterium er ca. 35% a1B og 65% aIA. I þvagblöðru eru hinsvegar 70% a1A. Út frá lyfjafræðilegu sjónarmiði gefur þetta kost á þróun sérhæfðari lyfja með færri aukaverkanir en nú þekkjast. SAMDRÁTTARPRÓTEININ - OG ÖNNUR PRÓTEIN. Af skiljanlegum ástæðum fékk hið kunna samdráttarferli sléttra vöðva (mynd 2) sinn skerf af umfjölluninni í Ebeltoft. Þó ferlið sem leiðir til samdráttar sé nokkuð vel þekkt þá hafa nánari rannsóknir á stjórnun ferlisins ekki náð eins langt. Hingað til hafa þær rannsóknir verið líkar því að horfa ofan í vélarhúsið á þekktum frönskum fólksbíl til að skilja hvernig bíll virkar. Allt pakkfullt, menn þekkja nöfn sumra vélarhluta og hlutverk örfárra, en ekki mikið umfram það. MYOSIN Myosin er sexþætt (hexamer) prótein sem samanstendur af tveimur þungum sameindum (~230 kD hvor sameind) og tveimur pörum af léttum sameindum, LC17 sem er 17 kD og LC20 sem er 20 kD. Þessar léttu sameindir eru við mót myosinhaussins og myosin „halans“. Mg2+-ATP- asa virkni myosinshaussins er á þungu sam- eindinni en LC20 hefur verið nefnd stjórn-sameindin (regulatory chain) á myosin- hausnum. Hún inniheldur þær amónósýruraðir sem myosin light chain kínasi (MLCK) fosfórilerar, auk þess sem hún stýrir ATPasa virkni myosinhaussins (án þess þó að vera nauðsynleg fyrir hana). Fosfórilering LC20 virðist gegna því hlutverki að auka sveigjanleika myosins á þessum mótum. Hún leiöir til þess að myosinhausinn, sem er annars fremur þvingaður, verður hreyfanlegri, breytir um stöðu og við það eykst Mg2+-ATPasa virkni hans. Rannsóknir með Sl-sameindir (einangraðan myosin haus, sjá LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. mynd 3) styðja þetta því þar er myosinhausinn frír og S1 er virkt án þess að vera háð fosfórileringu LC20 sameindarinnar. Fosfór- ilering stjórnar því ekki virkni Sl-sameinda, ólíkt því sem á við um heilar myosinsameindir. Með því að beita aðferðum eins og „single crystal x-ray diffraction“ (9) og öflugum tölvum til að reikna út þrívíddarbyggingu Sl- sameindarinnar hefur verið ákvarðað, með nokkurri vissu, hvar hinar virku amínósýruraðir eru staðsettar á myosinhausnum. Sú mynd sem þannig er fengin er reyndar með þeim ann- mörkum að vera millistig á milli hins virka og óvirka stigs myosins. Ef tii vill nýtist þó þessi mynd meðan fylgst er með hverju fótmáli myosins þar sem það fikrar sig fram og aftur, í línudansi eftir actinþráðunum. MLCK. Tveir flokkar myosin light chain kínasa (MLCK) finnast í öllum dýrum sem notuð hafa verið til rannsókna (10). Annars vegar isoform er finnst í sléttum vöðvum (MLCKs) og hins vegar isoform í rákóttum vöðvum (MLCKr). Bæði isoformin innihalda svæði með hvatavirkni (catalytic core), svæði sem binda calmodulin Mynd 3. Myosin er 520 kD að stœrð og samanstendur af tveim þungum ogfjórum léttum sameindum. Hœgt er að kljúfa myosinhausinn (Sl) frá hálsinum (S2) og nota við ýmsar rannsóknir, ákvarða þrívíddar-byggingu Sl, og staðsetja virk svœði á honum. Myndin sýnir þá staði á S1 sem hafa ATPasa virkni, bindast actini ogfosforilerast (P) við virkjun myosins. LC20 og LCl 7 sameindirnar eru auðkenndar sem svört og hvít bönd. 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.