Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 35
BLÓÐÞYNNING
ÁBENDINGAR.
Ábendingar fyrir notkun aspiríns eru
margar2’3 og verða taldar upp nokkrar þeirra.
1. Siúklimsar með hvikula hiartaöne og/eða
hicirtadrep án O-bvlghi (non-Q-wave myocardial
infarction). Þarna hefur aspirín klárlega sannað
ágæti sitt með því að draga verulega úr hættu á
frekara hjartadrepi og dánartíðni. Hugsanlegt er
að þessi ávinningur komi strax fram eftir að
meðferð hefst. Einnig hefur verið sýnt fram á
ávinning hjá sjúklingum með þögla blóðþurrð í
hjartavöðva. í hvikulli hjartaöng virðast aspirín
og heparín auka áhrif hvors annars44.
2. Hiartadrep. Aspirín dregur verulega úr
áföllum eins og dauða, endurteknu hjartadrepi og
heilablóðföllum sé því beitt hjá sjúklingum með
hjartadrep og ættu sjúklingar með brjóstverk eða
önnur þau einkenni sem bent gætu til hjartadreps
tvímælalaust að fá aspirín hið fyrsta, jafnvel áður
en örugg greining er fengin. Einnig er vert að
nefna að aspirín gefið ásamt strepto-kínasa
verkar mun betur en hvort lyf fyrir sig.
3. Heilahlóðfall og skammvinn blóðþurrð í
heila (TIA). Hjá þessum sjúklingum dregur
aspirín verulega úr hættunni á frekari heila-
áföllum, hjartadrepi og dánartíðni af völdum
hjartasjúkdóma.
4. Heilhrieðir einstaklingar. Enn er ekki
fulljóst hvaða ávinningur er í þvi að meðhöndla
fullorðna, fríska einstaklinga með aspiríni. Það
virðist draga úr hættu á hjartadrepi en einnig
virðist vera lítillega aukin hætta á heilablæð-
ingum. Ávinningurinn er þó frekar lítill sé tekið
tillit til lágrar tíðni hjartaáfalla hjá þessum hópi.
5. Hiartaöng fstöðug). Hjá þessum hópi fólks
náðist skv. einni rannsókn veruleg lækkun á tíðni
hjartadreps og skyndidauða þegar gefin voru 75
nig aspiríns á dag. Einnig var umtalsverð lækkun
á tíðni annarra hjarta/æðaáfalla (cardiovascular
events).
6. Siúklinpar sem gengist hafa undir
ceðaskuróaðgerðir. Aspirín í skömmtunum 100
mg/d. dregur verulega úr hættu á lokun slagæða
og æðagræðlinga eftir ýmsar æðaaðgerðir og
gildir þar svipað um kransæðaaðgerðir (CABC),
kransæðaútvíkkun (PTCA) og aðgerðir á æðum
útlima.
Einnig hefur aspirín gefist vel hjá sjúklingum
með gáttatif, til að varna endurteknum djúp-
venusegum og lungnablóðreki og hjá sjúklingum
með offjölgun blóðflagna (thrombocythemia).
TICLÓPIDÍN.
Þetta er lyf með óljósan verkunarmáta en talið
er að það dragi úr kekkjun blóðflagna með því að
trufla ADP miðlaða tengingu fíbrínógens (tengir
saman aðlægar blóðflögur) við GPIIb/IIa
viðtakann á yfirborði blóðflagna. Áhrifin koma
frarn allt að 48 klst. eftir gjöf. Virkni þess í að
hindra frekari heilaáföll eftir TIA og heilablóðfall
hefur verið staðfest með rannsóknum. Óvíst er
hvort ticlopidín sé virkara lyf en aspirín og vegna
þess að aukaverkanir eru vel þekktar af völdum
þess s.s. niðurgangur, útbrot, kólesterólhækkun í
blóði, hvítkornafæð og blóðflögufæð sem og það
er mun dýrara en aspirín, þá er ekki mælt með
því sem kjörlyfi við áðurnefndum ábendingum.
GLÝKÓPRÓTEIN (GP) IIB/IIIA
BLOKKARAR1740.
Sá munur er m.a. annars á segum í slagæðum
og bláæðum, að í fyrra tilfellinu eru segar
tiltölulega fíbrínsnauðir en blóðflöguríkir og
orsakast að miklu leyti vegna æðaþelsskemmdar
af völdum núningsáhrifa (high shear condition). í
bláæðakerfinu innihalda segar hlutfallslega meira
fíbrín og rauð blóðkorn en eru tiltölulega
blóðflögusnauðir. Það gefur því auga leið að
hagkvæmt gæti verið að vinna sérhæft gegn
kekkjun blóðílagna og varna þannig segamyndun
í slagæðum. Aspirín gerir þetta að nokkru leyti
en hefur þrátt fyrir allt frekar veika verkun á
blóðflögur.
GP llb/IIIa og fibrínógen gegna lykilhlutverki
í kekkjun blóðflagna á eftirfarandi hátt: Virkjun
blóðflagna á sér m.a. stað fyrir tilstilli thrombíns,
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
27