Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 38
BLOÐÞYNNING Sennilega er segavarnandi meðferð of lítið beitt hjá sjúklingum með lyflæknisfræðileg vandamál og hefur verið mælt með að gefa slíkum sjúklingum léttheparín sé von á rúmlegu í 3 eða fleiri daga eða aðrir áhættuþættir til staðar. Þó skal gefa gaum að frábendingum hverju sinni. Þetta á meðal annars við sjúklinga með hjarta- drep, heilablóðfall, mænuáverka og lamanir í neðri útlimum18. Blæðingarhætta og dánartíðni vegna blæðinga við gjöf blóðþynnandi lyfja í fyrirbyggjandi skömmtum virðist ekki vera aukin og ávinningur af segavarnandi meðferð er ótvíræður. Líklegt er að léttheparín verði ráðandi á þessu sviði því þau eru auðveld í meðförum, þarf einungis að gefa einu sinni á dag og ekki þarf að mæla virkni þeirra með sérstökum aðferðum. MEÐFERÐ DJÚPVENUSEGA OG LUNGNABLÓÐREKS. Til eru margar nýlegar yfirlitsgreinar um þetta efni5-37'43’47-56-57-64 og er bent á þær sem ítarefni fyrir þá sem vilja kynna sér þetta algenga sjúkdómsástand nánar. Hér verður einungis fjallað um grundvallaratriði meðferðarinnar og hvernig bregðast á við, komi slíkur sjúklingur inn til bráðameðferðar. Mikilvægt er að greina ástandið rétt og fljótt vegna þess að meðferðin er alls ekki án fylgikvilla. Einnig skal ítrekað að klínisk greining djúpvenusega er ónákvæm (næmi 35%, sértæki 75% )56. Grunur skyldi þó vakna ef verkur er í kálfa eða læri, ganglimur bólginn/aumur, áberandi bjúgur, litarbreyting (oft blámi) eða bláæðar í ganglim ásamt eymslum við að sveigja ökla uppávið (teikn Homans). Vakni grunur um djúpvenusega þá skyldi rannsaka sjúkling nánar. Omun af bláæðum ganglims getur hentað séu segar í bláæðum læris en sú rannsókn er ekki næm fyrir segum í kálfa eða grindarholi. Einnig er næmi ómskoðunar talsvert undir reynslu „ómarans“ komið. Bláæðamyndataka (phlebographia) er sennilega hentugasta greiningartækið í klínískri uppvinnslu sjúklinga sem grunaðir eru um djúpvenusega í ganglimum. Sitji segar meira nærlægt (proximalt), t.d.í bláæðum grindarhols eða ósæð, er oft reynandi að nota tölvusneiðmyndatöku til greiningar. Nýlega voru gefnar út leiðbeiningar fyrir lækna Landspítalans varðandi blóðþynningu með heparíni sem eru einkar hentugar í bráðameðferð djúpvenusega og lungnablóðreks og er óvönum lesendum eindregið ráðlagt að eignast þær eða þá aðrar svipaðar hyggist þeir meðhöndla slíka sjúklinga. Leiðbeiningarnar miðast við að skammta heparín eftir þyngd sjúklings en það hefur ýmsa kosti umfram fasta skammta50. Mikilvægt er að ná góðri þynningu strax á fyrsta sólarhring en það bætir árangur meðferðarinnar. I ofangreindum leiðbeiningum sem beinast að bráðum djúpvenusegum eða slagæðasegum með eða án blóðreks, þá eru gefnar 80 ein. heparíns/kg i.v. í upphafi og síðan fylgt á eftir með sídreypi með 20 ein./kg/klst. Slíkt dreypi er gott að útbúa með því að blanda 25.000 ein. af heparíni í 500 ml af 5% glúkósu og þá eru 50 einingar heparíns í millilítra. Aður en meðferð hefst skal mæla blóðhag þ.m.t. telja blóðflögur, APTT, PT (eða TT/PP eftir því sem við á). Einnig má nota léttheparín en þau eru allavega jafnvirk óbrotnu heparíni og jafnvel betri og skal þá fylgt leiðbeiningum framleiðanda hvað varðar skömmtun42 og gilda þar ekki sömu skammtar og við segavarnir. Nýlega birtist rannsókn sem bar saman virkni danaparoid (blanda heparan, dermatan og chondroitin súlfata með blóðþynnandi verkun) og heparíns og benti hún til betri verkunar og meira öryggis danaparoids en heparíns í meðferð segamyndunar62. Hentugast er að gefa heparín í sídreypi i bláæð en þannig er öruggt og þægilegt að stjórna skömmtum. Sem fyrr sagði er APTT notað við að stjórna þynningunni og er oft stefnt á að hækka það gildi upp í 1.5-2.5 x upphafs-APTT sem mælt var áður en meðferð hófst. APTT skal mæla „akút“ um 6 klst. frá upphafi meðferðar og um 6 klst. eftir hverja skammtabreytingu. 30 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.