Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 128

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 128
ABSTRAKTAR VÉLSLEÐASLYS Andri K Karlsson1. Jón Baldursson2. 'LHÍ. 2Slysadeild Borgarspítalans. Inngangur: Vélsleöaiökun hefur aukist mikið undanfarin ár. Þessum vinsælu tækjum fylgir töluverð slysahætta. Ráöist var í aö kanna tíðni, orsakir og afleiðingar þeirra tilfella er bærust á slysadeild Borgarspítalans á tímabilinu 1/12 1994 til 1/12 1995 með framsýnni rannsókn. í þessari greinageró er birt staöa rannsóknarinnar eftir fyrstu 5 mánuðina. Ut frá niðurstöóunum leggjum við mat á hvernig best sé að hátta forvarnarstarfi í framtíðinni. Efniviður og aðferðir: I upphafi tímabilsins var útbúió spurningablað og var leitaó eftir upplýsingum sem að öllujöfnu fást ekki í sjúkraskýrslum. Beindust þessar spurningar að því aó fá upplýsingar um aðstæður á slysstað, orsakir slysanna, ástand ökutækis og slasaða. Tilfellunum var svo fylgt eftir, lesnar sjúkraskýrslur og mat lagt á afleiðingar slysanna. Niðurstöður: Á tímabilinu voru skráð 26 vélsleðaslys. 20(77%) voru karlar og 6 (23%) konur. Meðalaldur slasaðra var 31 ár, sá yngsti 14 ára og sá elsti 57 ára. 22(85%) voru á aldursbilinu 19-40 ára. 1(4%) slys varð í desember, 6(23%) í janúar, 5(19%) í febrúar, 5 í mars og 9(35%) í apríl. 16(62%) slys áttu sér staö um helgi eöa á öðrum almennum frídögum. Lögreglu var ekki tilkynnt um slysið í 18(69%) tilfellum og tilkynnt í 4(15%). 23(89%) af slysunum áttu sér stað í óbyggð. 1 1(42%) uröu utan vega í jafnlendi, 10(38%) í íjallshlíð. 19(73%) slys urðu viö frítímastarf, leiki á eigin vegum, tveir(8%) voru feróamenn í skipulagðri ferð, tveir voru við vinnu, tveir voru að keppa í motorcross og í einu tilviki var um að ræóa björgunarsveitarstarf. 22(85%) voru með hjálm, 16(62%) voru meó snjógleraugu. 21(81%) af slysunum áttu sær stað í björtu, 3(12%) í Ijósaskiptum og 2 í myrkri. Hjá 18(69%) var annað hvort léttskýjað eða heiðskýrt og þungbúið hjá 5(19%). 17(65%) höfðu meira en eins árs reynslu af notkun vélsleöa. 12(46%) voru á hraðanum 20-60 km/klst, 8(31%) voru undir 20 km/klst, 5 voru á yfir 60 km/klst og þar af einn yfir 100 km/klst. Algengasta ástæöa slyss var vegna mistaka slasaða eða gáleysis (65%). 18(69%) voru staðkunnugir. I einu tilfelli viöurkenndi slasaði neyslu áfengis, 19(73%) svöruöu neitandi spurningu um áfengisneyslu og í engu tilfelli voru skráö einkenni um slíka neyslu. 23(88%) voru ökumenn sleöans og 3( 12%) voru farþegar. í fimm( 19%) tilfellum voru sjúklingar fluttir með þyrlu á Borgarspítalann, 2 voru fluttir með sjúkrabíl og 19(73%) komust þangaö án opinberra sjúkraflutninga. 10(38%) slasaöir voru lagðir inn á Borgarspítalann. Tveir sjúklingar dvöldu á gjörgæslu í 1 dag eftir aógerð, legudagar á almennum deildum voru 37, mest 13 og minnst 1 dagur. Einn sjúklingur var búinn að vera á endurhæfingardeild í 26 daga og liggur enn inni. MeðalQöldi áverka á hvern sjúkling var 1,8. 17(65%) sjúklingar voru með einn áverka samkvæmt Abbrevated Injury Scale (AIS), 6(23%) voru með 2 áverka, 2 meö fimm áverka og einn meó 8. 13(50%) voru meö maximal AIS (MAIS)=1, 4(15%) meö MAIS=2 og 9(35%) meö MAIS=3. Meðalgildi fyrir ISS var 7,6, minnst 1 og mest 75. Flestir áverkarnir voru á útlimum (47%), þar næst á hrygg (23%) og í þriðja sæti á höfuð, andlit eöa háls (21%). Af þeim 10 sem lögöust inn, gengust 6 undir svæfingu. 3(12%) fóru í opnar aógerðir, gerðar voru Ijórar lokaöar réttingar og framkvæmd ein percutant negling. Tvö banaslys uröu á tímabilinu og þaö sem kom á Borgarspítalann kemur inn í rannsóknina. 1% allra skráðra vélsleða á landinu voru hluttakendur í þeim vélsleðaslysum er komu á Borgarspítalann. Efnisskil: Greinilega kemur fram aö vélsleðaslys eru algeng á íslandi og mörg þeirra erualvarlegs eðlis. Niöurstöður benda til þess að oft mætti koma í veg fyrir þessi slys með viðeigandi forvörnum, einkum fræöslu og leiöbeiningum til vélsleðamanna. Ástæða virðist til aó taka upp reglulega skráningu vélsleðaslysa við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar, helst sem hluta af samræmdri slysaskráningu. HORNHIMNUÍGRÆÐSLUR Á ÍSLANDI 1981-1995 Andri Konráósson1. Friðbert Jónasson2, Einar Stefánsson2. 'LHÍ, 2Augndeild Landakotsspítala. Inngangur: Hornhimnuígræðslur hafa verið gerðar í heiminum í yfir 100 ár. Tilgangur þeirra er að bæta sjón, viðhalda lögun augnkúlunnar eða koma í veg fyrir verki. Þeir sjúkdómar sem helst eru orsök fyrir hornhimnuígræðslu eru: meöfæddir gallar (t.d. keratoconus), keratitis, arfgengir og áunnir hrörnunarsjúkdómar, afleiðingar aðgerða og augnslys. Hornhimnuígræðslur hafa veriö gerðar á íslandi fra 1981. Tilgangur rannsóknarinnar var aö fara yfir ígræðslurnar sem gerðar hafa veriö og athuga tíðni ábendinga, sjónbætingu eftir aögerð o.m.fl. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra þeirra sem gengist höfðu undir hornhimnuígræóslur á Landakotsspítala frá upphafi og skráðir margvíslegir þættir s.s. aldur, kyn, ábcndingar fyrir aögerö, aðrir augnsjúkdómar, sjónskerpa o.fl. Einnig voru skráðar upplýsingar um hvaðan gjafahimnan kom, aldur gjafans, tímalengd frá andláti gjafans o.fl. Beöið var um upplýsingar frá viðkomandi augnlæknum um sjónskerpu og ástand ígræddu hornhimnunnar 6 og 18 mánuðum eftir aögerö og við síðustu skoóun, og einnig um líffærahafnanir, sýkingar og aóra fylgikvilla aögerðanna. Þessar upplýsingar hafa ekki allar skilað sér og eru niðurstöður fyrir þessa þætti byggðar á útreikningi fyrir u.þ.b. helming sjúklinganna. Niðurstöður: Gerðar voru 96 hornhimnuígræðslur á 92 augum í 75 sjúklingum. Af þeim voru 32 karlar (43%) og 43 konur (57%). Aldur við aðgerö var frá 5 til 94 ára. ígræðslu í annað augað fengu 57 en bæði 18. Langalgengasta ábendingin var macular corneal dystrophy (34,4%) en þar á eftir komu pseudophakic bullous keratopathy (13,5%) og keratoconus (10,4%). Enduraðgerðir (regrafts) voru sex. í 72 tilfellum voru gjafahornhimnurnar ferskar (68 úr líkum en 4 úr augum fjarlægðum úr lifandi fólki vegna sjúkdóms) en 24 komu frá Norræna Hornhimnubankanum í Árósum. Fyrir fersku hornhimnurnar var meðaltími frá andláti þangaö til augað var íjarlægt 2,6 klst og frá andláti til hornhimnuígræðslu 10,7 klst. Fyrir aögerð sáu aðeins 4% sjúklinga 6/12 eöa betur á Snellen- korti meö bestu leiðréttingu og í 60% tilfella var sjónin 6/60 eöa verri. Hálfu ári eftir aðgerð sáu hins vegar 55% 6/12 eða betur og einu og hálfu ári eftir aögerö var talan 58% Efnisskil: Samanburður viö erlendar rannsóknir sýnir að að ábendingar fyrir hornhimnuígræðslu eru allt aðrar hér en í öðrum löndum. Þannig kemst langalgengasta ábendingin hér á landi ekki á blað víðast hvar annars staðar. Þetta endurspeglar þann mun sem er á algengi macular cornael dystrophy hér og annars staðar. Taliö er aó algengi sjúkdómsins sé 60 sinnum meira á íslandi en í Bandaríkjunum og er þaö talið stafa af einangrun Islands, litlu genasafni (gene pool) og algengi barneigna skyldra. Aldursdreifingin er athyglisverð, tiltölulega flestir eru í aldurshópnum 30-39 ára eöa 23 og af þeim eru 17 meó MCD . Þetta undirstrikar það að þessi sjúkdómur byrjar snemma á lífsleiðinni. Á aldrinum 60-89 ára eru 42 en þar eru ábendingarnar tjölbreytilegri. Árangur í formi bætingar á sjónskerpa viröist vera a.m.k. jafngóður, ef ekki betri en í öörum rannsóknum. í þeim flestum er hlutfall sjúklinga 6/12 eða betur u.þ.b. 50% og er þá miðað vió bestu mælingu cftir aögerð en ekki tvo fasta tímapunkta eins og í þessari rannsókn. 118 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.