Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 8
BEINMERGSFLUTNINGAR
ÁBENDINGAR.
Upphaflega var BMF eingöngu beitt við
meðfædda ónæmisbresti og alvarlega beinmergs-
sjúkdóma (5-7). Þessir flokkar eru enn mikilvæg
ástæða fyrir BMF. Undanfarinn áratug er þó
algengasta ábendingin orðin hvítbiæði og aðrir
illkynja sjúkdómar, útgengnir frá beinmerg (tafla
I)(8-I 1).
BMF hefur einnig verið beitt í meðferð
annarra illkynja sjúkdóma, þar með talið krabba-
meins í brjósti. Er þá heilbrigður mergur
sjúklingsins tekinn og geymdur. í framhaldi af
þessu eru gefnir mjög háir skammtar krabba-
meinslyfja. Aukaverkun þessarar meðferðar er
alvarleg eða algjör beinmergsbilun, sem þá má
bæta með gjöf beinmergsins sem geymdur var.
Endanlegar niðurstöður varðandi árangur
þessarar meðferðar liggja ekki fyrir, en svo
virðist sem meðferðin sé til bóta (European Bone
Marrow Transplantation Group).
ÞRÓUN OG FJÖLDI BMF.
Á fyrstu árum þessarar meðferðar voru
eingöngu fáeinir sjúklingar meðhöndlaðir ár
hvert með BMF. Árið 1980 var svo komið að 200
sjúklingar voru meðhöndlaðir árlega í heiminum
með BMF. Árið 1992 voru þeir orðnir meira en
10 þús. og 1995 enn fleiri. Árið 1992 voru til að
mynda meira en 6 þús.
einstaklingar meðhöndlaðir í
Evrópu af 203 teymum í 26
löndum (5,12-18). Tæplega
helmingur þessara sjúklinga
fékk beinmerg frá beinmergs-
gjafa, flestir frá systkini.
Meira en helmingur sjúklinga
fékk hins vegar eigin bein-
merg eða stofnfrumur (mynd
1) (5).
Af þeim sjúklingum sem
nú eru meðhöndlaðir ár hvert,
er um helmingur meðhöndl-
aður vegna ýmissa tegunda
Mynd 1 Ábendingar Jýrir BMF í Evrópu og skipting eftir
beinmergs-gjafa (allogeneic eða autologous transplantation).
hvítblæðis (5). Um 2/3 hlutar þessara sjúklinga
fá beinmerg frá beinmergsgjafa. Um þriðjungur
sjúklinga sem meðhöndlaðir eru fá BMF vegna
annarra illkynja sjúkdóma frá eitilvef (myeloma,
Hodgkin’s lymfoma, non Hodgkin’s lymfoma).
Er þá oft um eigin beinmerg að ræða. BMF
vegna fastra æxla færast í aukana og eru meira
en 10% með-ferðanna framkvæmdar af þeim
sökum. Sjald-gæfari ábendingar eru alvarlegir
ónæmisbrestir, alvarlegt form blóðleysis, aðrir
blóðsjúkdómar og fleira (mynd 2)(5,15,18).
1200-
1000-
8CO-
eoo-
u
S
- j—i—
■S'
£
200-
0-
Mynd 2:Skipting BMF m.t.t. sjúkdómsgreininga og beinmergsgjafa.
] Auto
n Alb
3
o
Fjöldi allogeneic
BMF
HaldarfjöHi
BMF
AML
Fjöldi autologue
BMF
AM.
SCICVlE/ottier
SAA/tteJ/f A fut)S
6
LÆKNANEMINN 2.tbl. 1995 48. árg.