Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 149
ÁRSSKÝRSLA
Félagsaðstaða við Suðurgötu
Eitt sinn höfðu læknanemar félagsaðstöði í húsi einu litlu og
nöturlegu við Suðurgötu. Sú aðstaða var þó betri en núverandi.
Stjórn F.L. afrekaði það síðasta vor að ijarlægja þaðan dót í eigu
félagsins. Beiðni um þetta hafði borist frá íslenskunemum árið ‘91.
I þessu dóti leyndist ýmislegt sem ekki má glatast s.s. fyrstu lög
F.L. handskrifuð frá 1935 af fyrsta formanni F.L. Bjarna Jónssyni.
Einnig fundum við þar söng-bók F.L. sem heitir því viðkunnanlega
nafni Pestin. Söngbók þessa gæti verið gaman að endurútgefa.
ÚTGÁFUSTARFSEMI
Læknaneminn
Læknaneminn kom út tvisvar á yfirstandandi ári. Er blaðið í
stöðugri sókn bæði að innihaldi og útliti. Akveðinn stöðugleiki
hefur nú verið í fjármálum blaðsins, auk þess sem afar vel
skipulögð og samhent ritstjórn stýrði útgáfu blaðsins. Er
Læknaneminn, blað F.L. orðinn eitt helsta stolt félagsins.
Meinvörp
Meinvörp komu út með reglulegu millibili í breyttri og bættri
útgáfu. Uppsetning og umbrot var færð í nútímalegra horf auk þess
sem stjórnin var í meiri tengslum við útgáfuna en verið hefur.
Meinvörp eru þrátt fyrir allt fréttabréf stjórnar F.L. Ritstjórn
Meinvarpa er hér með færðar þakkir fyrir vel unnið starf.
Symphysis,
Symphysis, símaskrá og handbók kom út i fílofax-broti, og
hlaðið handhægum upplýsingum strax snemma hausts. Ritari
félagsins á heiðurinn að útgáfunni sem skilaði félaginu hagnaði.
Symphysis inniheldur sífellt meira af gagnlegum upplýsingum sem
mikilvægt er að ný stjórn auki við.
TÆKJAKAUP
Ljósritunarvélin
F.L. var farið að bera gífurlegan kostnað af ljósritunarvélinni í
Læknagarði. Leigusamningur sem gerður hafði verið um rekstur
hennar var bæði óhagstæður og heimskulegur. Kostnaður F.L. af
rekstri vélarinnar var farinn að nema um 200.000 kr. á ári hverju.
Eitthvað varð því að gera í málinu og stjórn F.L. festi kaup á nýrri
ljósritunarvél sem og kortakerfi. Sú vél verður búin að borga sig
upp innan árs.
Faxtæki
Stjórn F.L. gekkst fyrir því í samvinnu við Læknanemann að
fjárfest yrði í faxtæki fyrir F.L. Það reyndist happadrjúg ráðstöfun
því tæki þetta hefur bæði komið stjórn F.L. sem og hinum ýmsu
nefndum F.L. í góðar þarfir, sérstaklega Stúdentaskiptanefnd.
Tækið er staðsett í félagsherbergi F.L. og ef hinn almenni félags-
maður þarf að koma boðum áleiðis til útlanda, t.d. vegna
rannsóknarverkefnis, stendur honurn þessi möguleiki til boða.
Kennsluverðlaun
Félag læknanema, fyrst deildarfélaga bryddaði í vetur uppá
þeirri nýjung að veita Kennsluverðlaun F.L. Fyrstur til að hljóta
þessi verðlaun var prófessor í Lífeðlisfræði Stefán B. Sigurðsson,
og var hann vel að þeim kominn. Voru verðlaun þessi veitt við
hátíðlega athöfn á árshátíð F.L. Verðlaunin voru gefin af lyfja-
fyrirtækinu Delta og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Verðlaunaveiting sem þessi mæltist ákaflega vel fyrir meðal
kennara deildarinnar og er það von okkar í stjórn F.L. að
þakklætisvottur sem þessi megi efla metnað kennara deildarinnar á
þessu mikilvæga sviði. Það er því eindregið mælst til þess að hér
eftir verði veiting kennsluverðlauna F.L. árviss viðburður.
Nemendaráðgjöf
Stjórn F.L. í samvinnu við Kennslumála- og fræðslunefnd
hleyptu af stokkunum Nemendaráðgjöf. Nemendaráðgjöf annast
kennslumála- og fræðslunefnd og efur fulltrúi 3. árs yfirumsjón
með henni. Nemendaráðgjöfinni er ætlað að sinna ráðgjafahlutverki
í öllu því sem náminu viðkemur og að auki annast milligöngu í
hagsmuna- og kvörtunarmálum og vísa nemendumtil réttra aðila.
Nemendaráðgjöfin hefur þegar verið kynnt nemendum á fyrsta ári
sérstaklega.
Vísindaferð að hætti hinna
deildarfélaganna
Stjórn F.l. í samvinnu við fulltrúaráð gekkst fyrir einnar
kvöldstundarvísindaferð.
Héldu 4.,5.,6. árs nemar til læknastöðvarinnar Domus Medica,
en l.,2.,3. heimsóttu Össur h.f. Hlutu læknanemar höfðinglegar
móttökur og áhugaverðar kynningar á starfsemi þessara fyrirtækja.
Að því loknu var haldið á vit hjúkrunarfræðinema.
ERLEND SAMSKIPTl
Kennslumálaráðstefna IFMSA í Maastricht.
Formaður kennslumála- og fræðslunefndar ásamt fulltrúa 4. árs
nema kennslumálaráðstefnu í Hollandi haustið '94. Þema
ráðstefnunnar var PBL (problem based learning). Þetta var í fyrsta
sinn sem læknanemar sækja ráðstefnu af þessum toga. Af
niðurstöðum hennar má ráða að hin fjársvelta læknadeild okkar
stendur heldur aftarlega mt.t. nútimalegra kennsluhátta og
aðbúnaðar.
Fundur norrænu læknanemafélaganna.
Fyrsti samráðsfundur norrænu læknanemafélaganna var
haldinn í Kaupmannahöfn þ.2.-3. september 1995. Fundinn sóttu
formaður og ritari F.L. Var hann um margt nytsamlegur og lagt á
ráðin um margvíslegt samstarf, s.s. sumarstörf við afleysingar á
læknafáum sjúkrahúsum Danaveldis svo e-r dæmi séu nefnd. Grein
um niðurstöður þessa fundar verður birt innan tíðar í
Læknanemanum.
Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning
NFMU er sameiginleg samtök norrænu læknaskólanna þar sem
fjallað er um hin ýmsu kennslu- sem og önnur hagmunamál þessara
skóla. Fundað er 2-3x á ári. F.L. hefur nú eignast fastafulltrúa í
stjórn í átta manna stjórn þessara samtaka. Formaður F.L. og
formaður kennslumála- og fræðslunefndar skipta með sér hlut-
verkinu. Fastafulltrúa-hlutverk þetta á eftir að reynast félaginu
uppspretta nýrra hugmynda sem og bættari hagsmunagæslu í þágu
læknanema.
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
139