Læknaneminn - 01.10.1995, Side 18

Læknaneminn - 01.10.1995, Side 18
GÁTTATIF eftir 5 mín) eða atenólól (Tenormín®, Tensól®) 2,5 mg hægt í æð (má endurtaka eftir 5-10 mín). Þessi lyf geta verið varasöm þegar einkenni hjartabilunar eru til staðar. Ef hægja þarf strax á hjartslætti er hægt að gefa annað hvort verapamíl eða diltíazem í æð6'9’. Munið þó að fara mjög varlega í að blanda saman Ca! ' blokkurum og þ-blokkurum þar senr það getur leitt til dauða (sjá nánar í bókum um lyfjafræði). Öll þessi lyf lengja tornæmistíma AV-hnúts og leiðni innan hans9. Bandarísk rannsókn sem gerð var á meðferð við gáttatifi sýndi að venjulega tekur allt of langan tíma að ná niður hjart-sláttartíðninni í mörgum sjúklingum og lögðu höfundarnir til að e.t.v. ætti í upphafi meðferðar að gefa stærri skammta af dígoxíni eða oftar þ-blokkara eða Ca++-blokkara heldur en venjan er17. I klínískri vinnu notar einn höf- undana (G.Þ.) Seloken® eða Sotacor® ef sjúk- lingurinn er enn með hratt gáttatif eftir 1 mg af dígoxíni og þolir hraðann illa (hjartaöng o.s.frv.). Nýlegar rannsóknir benda til þess að klóridín geti verið gagnlegt til þess að hægja á hjartslætti í gáttatifi í sjúklingum með háþrýsting og hraðan hjartslátt sem þola illa p-blokkara og Ca++- blokkara en hér á landi er þetta sáralítið notað6. Adenósín (Adenocor®) gerir ekkert gagn í gáttatifi en er stundum nýtilegt til þess að greina á EKG á milli tímabundins forhólfa hraðsláttar (paroxysmal supraventricular tachycardia re- entry) og gáttaflökts (atrial flutter) með því að hægja tímabundið á hjartslætti17. Það eykur AV- blokk og gerir þannig flöktbylgjurnar sýnilegri. Athugið að ekki skal gefa sjúklingum með aukaleiðnibraut (t.d.Wolf Parkinson White heilkenni) og atrial fibrillation adenósín, dígoxín eða Ca++-blokkara þar sem það getur hraðað á hjartslætti með því að hvetja leiðni niður aukaleiðnibrautina8'11. Ef ekki gengur að ná tökum á tíðni slegla í gáttatifi er stundum gripið til þess ráðs að brenna hluta af bundle of His en það getur krafist ævilangs gangráðs20. TAKTTRUFLUNARMEÐFERÐ (ANTIARRYTHMIU MEÐFERÐ). Hægt er að breyta sumum sjúklingum með gáttatif yfir í sínustakt með kínidín-líkum lyfjum (IA), flekaníði (Tambocor®) eða öðrum IC týpu lyfjum. Mikilvægt er að áður en þessi lyf eru gefin að gefa lyf sem auka tornæmi AV-hnúts (t.d. þ-blokkara eða dígoxín) því annars getur sjúklingurinn breytt yfir í gáttaflökt (atrial flutter) sem getur leitt til hættulega hraðrar sleglasvörunar9. Við lyíjameðferð við gáttatifi fara 35-75% í sínustakt. Ekki er vitað hver af þessum lyfjum eru best þar sem ekki hafa verið gerðar samanburðarrannsóknir á mismunandi meðferðum16’20. Ef lyfjameðferð dugar ekki er reynd raf- vending og ber hún betri árangur við tilraunir til þess að breyta yfir í sínustakt en lyf20. Líkur á segamyndun í gáttum aukast því lengur sem gáttatifið hefur staðið og við rafvendingu á gátta- tifi eru u.þ.b. 1,5% líkur á blóðreki í kjölfarið10. Því hefur verið haldið fram að þeir sem hafa verið með gáttatif skemur en eina viku þurfi ekki blóþynningu fyrir rafvendingu en rannsóknir benda til þess að alla sem hafa haft gáttatif lengur en 48 klst. þurfi að blóðþynna í 2-4 vikur fyrir rafvendingu1’4’10. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að óhætt er að rafvenda fólki án blóð- þynningar með gáttatif sem hefur staðið í óvissan tíma ef búið er að útiloka blóðsega í gáttum með ómun á hjarta í gegnum vélinda13’10. Þetta er þó enn mjög umdeilt og ekki hafa enn farið fram nógu viðamiklar rannsóknir á því hvort vélindaómun útiloki sega með fullri vissu.10. Þannig að rafvending í gáttatifi takist sem best skal halda skautunum þétt að brjóst- kassanum og skotið af í útöndun á réttum tíma rniðað við QRS útslagiö þannig að rafstuðið lendi í QRS útlsaginu (syncronized defibri 11- ation). Fyrst skal prófa 200 J. Ef það gengur ekki skal prófa næst 360 J og fyrir þriðju og síðustu tilraun skal bíða í þrjár mínútur og svo aftur gefin 360 J5. 14 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.