Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 50

Læknaneminn - 01.10.1995, Qupperneq 50
BÆPASS hefur að undanförnu skekið alla heimsbyggðina, hið átakanlega feilspor sem hinn ástsæii listamaður Hugh Grant sté með því að stofna til „munnlegra samfara" (einsog það er kallað í tjöimiðlum) við svarta skyndikonu. Allur hinn siðmenntaði heimur hefur verið harmi sleginn að undanförnu útaf þessum válegu tíðindum og þó einkum því hvernig leikarinn tefldi ástríkri sambúð sinni við fagra fyrirsætu í tvísýnu með athæfinu. Aðkenning af hjartaslagi er það eina sem getur bægt frá manni áhyggjunum af örlögum Hugh Grants og unnustu hans. Maður sem er á leiðinni í bæpass hættir að hafa áhuggjur af reikningum, afborgunum, heimiliserjum, veðurfari, aflabrögðum, hagsæid eða óáran. Maður sem er að fara í bæpass skynjar að hérvistardögunum fækkar um einn á dag og þarf ekki kransæðasjúkling til. Það er nefninlega nokkuð til í því sem segir í vísunni: Þó hulið sé margt í heimi hér held ég megi segja: Fullvíst talið ennþá er að eitt sinn skal hver deyja. Og við sem höfum drukkið kenningarnar um framboð og eftirspurn í okkur með móður- mjólkinni ættum að geta notið þess í botn að lífdagar okkar verða verðmætari og verðmætari eftir því sem þeim fækkar meira. Og hefur nú fátt eitt verið talið af kostum þess að vera með kransinn. I prívatlífinu getur þessi krankleiki komið sér afbragðsvel. Eg get til dæmis sagt það alveg umbúðalaust að allt viðmót og umgengni við mig hér á heimilinu hefur gerbreyst eftir að hjartakveisan fór að gera vart við sig. Það þykir í dag ekkert tiltökumál þó ég hreyti ónotum í konuna og missi stjórn á mér ef maturinn er ekki framreiddur stundvíslega á matmálstímum, kiukkan tólf og klukkan sjö og kaffi hálf ijögur. Áður gátu sanngjarnar athugasemdir um heimilishald og vinsamlegar ábendingar nrínar um vanhæfni í matargerð orðið uppspretta djúpstæðrar ólundar hjá konunni en í dag er allt atferli mitt og jafnvel mislyndi tekið sem sjálfsagður hlutur. Það er liðin tíð að mér sé mótmælt á mínu heimili og ég er ekki beðinn urn að gera neitt það sem hugsanlega gæti verið mér þvert um geð. Konan veit að hugleiðingar um fjárhagslegan stadus heimilisins eru Hfshættulegar manni með þrengsli í kransæðum og þessvegna er aldrei minnst á skuldir, afborganir og reikninga nema ég sé útsofinn, saddur og nýbaðaður. Allir á heimilinu vita að hin minnsta geðshræring útaf veraldlegum hlutum getur steindrepið veilan mann fyrir hjarta. Að ekki sé nú talað um þá staðreynd að húsverk, heimilisaðstoð og aðrir innanbæjar- snúningar gætu orðið hjarta mínu gersamlega ofviða. Maður gæti nefninlega dottið niður dauður ef maður væri beðinn um að fara út með ruslið. Sannleikurinn er sá að síðan ég fór að finna fyrir hjartakveisu hef ég varla verið beðinn að gera nokkurn skapaðan hlut nema kannske að reyna að vera í góðu skapi, sem ætti nú ekki að vera mikill vandi úrþví það er svona einstaklega hagstætt að vera með kransæðastíflu. Og auðvitað er ekkert skrítið þó manns nánustu vilji að maður haldi líftórunni sem lengst. Maður er þó einusinni fyrirvinnan. Eiginlega engin ástæða til annars en að taka forskot á sæluna og vera í sjöunda himni. Eg ætti svo sannariega að geta tekið undir með vini mínum og nágranna, Fúsa í Skrúð: Efmér gengi allt í vil œtti að vera í lagi að égfengi af og til aðkenningu afslagi. 40 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.