Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 2
Ekkert hefti hefur
brugðizt von minni.
Við, sem fylgzt höfum með öldinni
sem næst frá byrjun, höfum lifað
tvenna tímana — og fleiri þó.
Frá bernsku minni man ég skort
á flestu, ]>. m. lestrartíma og lestrar-
efni. Flest var lesið sem til náöist.
Mörg bókin var lesin upp til agna, —
og furðumargt tottdi í manni.
Nú er öldin önnur; lestrarefnið er
að kaffœra okkur, en enginn venju-
legur maður kemst yfir nokkurn
verulegan hluta af því — þó nokkrir
lesi sér til óbóta. — En öll þessi fyrn
af bókum minna mig oft óþægilega á það, hversu lítið ég veit.
Mér þótti það töluverður merkisviðburður þegar „tJrval“ hóf göngu
stna fyrst, og ihef keypt það frá byrjun. Svo er að sjá sem fleiri hafi
verið á sömu skoðun — því mig minnir að endurprenta þyrfti tvö fyrstu
heftin, sem ekki mun algengt.
Ekki man ég að nokkurt hefti hafi brugðizt von minni um að flytja
margvtslegan fróðleik, sem mér þótti fullkomlega þess verður sem það
kostar — og fceri betur að svo væri um öll okkar mörgu timarit.
Bg held ekki, að hægt sé með öðru móti að ná í jafnmikið af marg-
þcettum aðgengilegum fróðleik við hvers manns hæf'i, eins og flest er t
„Úrvali“ og slíkum ritum erlendum.
Nú hefur „Úrvál“ nýlega skipt um eigendur. Minnist ég með þökk
og virðingu Gísla Ölafssonar fyrir merkt brautryðjandastarf, en er
ánægður með ritið t stnum nýja búningi — nema hvað mér þykir
óþarflega mikiö um auglýsingar.
Ég óska „lJrvali“ álls góðs, og þykir það fylla heiðarlega sinn sess
meðal íslenzkra bóka.
Guðmundur Þorsteinsson, frá Lundi.
Forsíðumynd: Þorsteinn Jósefsson.
Urval
Útgefandi: Hilmir h.f. — Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Auglýs-
ingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstj.: Óskar Karlsson. —
Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. — Aðsetur: Laugavegi 178, pósthólf 57,
Reykjavik, sími 35320. — Útgáfuráð: Hilmar A. Kristjánsson, Gisli Sigurðsson, Sigvaldi
Hjálmarsson og Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. — Ráðunautar: Franska: Haraldur Ólafs-
son, ítalska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka: Loftur Guðmundsson. — Verð árgangs (tólf
hefti): Kr. 250.00, í lausasölu kr. 25.00 heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi
133, simi 36720. — Prentun: Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.