Úrval - 01.07.1962, Síða 21
AF HVERJtJ ERTU ÞREYTTUR?
29
svefnleysis á hermenn, og hafa
þær rannsóknir meðal annars
leitt eftirfarandi i ljós: Þegár
hermennirnir vissu fyrirfram,
hvenær vökutímabilið átti að
enda, urðu þeir ekki þreyttir
fyrr en í enda vökunnar. Ef vak-
an átti að standa yfir i 96 stund-
ir, til dæmis, kváðust þeir hafa
fullan þrótt allt fram á áttugustu
stund; en væri vakan til dæmis
ákveSin 72 stundir, var nóg um
þreytu eftir sjötíu stundir. Þeg-
ar menn hafa visst markmiS
framundan, skapast áhugi og
metnaður i þá átt að ná þessu
markmiði.
ímynduð þreyta til að komast
hjá erfiðu starfi eða þess háttar,
er algengur kvilli, ekki sízt með-
al manna, sem óvenjulegum
hæfileikum eru gæddir. „Þegar
Samuel Johnson stóð andspæn-
is einhverri vinnu, var hann
stundum svo þreyttur og sinnu-
laus, að hann gat ekki einu sinni
gert sér grein fyrir hvað tím-
anum leið,“ en syo segir ævi-
söguritari Johnsons, James Bos-
well.
Þegar Robert Schumann hófst
handa við að semja nýtt tónverk,
varð hann gripinn skjálfta,
þreytu og kulda á fótunum, eftir
því sem læknirinn hans lýsti
því. Hugsunin um vinnu, ferða-
lag eða að koma fram fyrri á-
heyrendur þreytti Charles Dar-
win svo, að það nálgaðist alvar-
leg veikindi. Sonur hans, Sir
Francis Darwin, hefur látið svo
um mælt: „Þegar dóttir hans
var gefin í hjónaband, gat faðir
minn naumast afborið þá þreytu,
sem sótti á hann við að vera
viðstaddur hina stuttu athöfn.“
Þettta fræga fólk þjáist af
„andófsþreytu“. Þrátt fyrir gáf-
ur sinar, skorti það vilja til að
standa af sér óþægilega en litt
óumflýjanlega hluti. Fjöldinn
allur af fólki verður fyrir barð-
inu á þessarri tegund af þreytu,
enda þótt líkamsheilsan sé í
góðu lagi. En mikið vantar þegar
viljinn og lífsgleðin eru ekki fyr-
ir hendi.
Nákvæm athugun var eitt sinn
gerð í sjúkrahúsi einu á alvar-
lega þreyttum athafnamönnum,
sem voru nýbyrjaðir fimmta og
sjötta áratuginn. Þessir menn
höfðu verið fullir af starfskrafti,
áfjáðir í hvers konar metorð og
ákveðnir að komast hátt i mann-
virðingarstiganum. En einhvers
staðar á leiðinni höfðu þeir
misst viljann til starfa. Allir
voru þeir vonsviknir og afskap-
lega vanmegna. „Þeir voru eins
og klukkur með slitnar fjaðrir,“
sagði einn læknirinn. Rann-
sóknin leiddi i Ijós, að flestir
þessarra manna voru fremur á
valdi ótta við hugsanleg mis-
tök, en hreykni yfir gömlum af-