Úrval - 01.07.1962, Page 23
AF HVERJU ERTU ÞREYTTUR?
31
að segja einfaldlega: „Ekki hafa
rólega daga. Liggið ekki á liSi
ykkar í vinnunni. GeriS allt, sem
af ykkur er krafizt.“
ÞaS var heimspekingurinn
Emerson, sem sagði: „D'ugnaSar-
mennirnir njóta lífsins allra
manna bezt,“ og i þessum orðum
er mikill sannleikur fólginn.
ÞaS er fyrst og fremst dugnað-
urinn og áhuginn, sem gefur
tilverunni lif og lit.
En hvernig er hægt aS skerpa
þessa eiginleika eSa öSlast þá,
ef þeir eru ekki fyrir hendi?
Til hjálpar getur veriS aS skrifa
niSur hjá sér þá hluti, sem
mann langar mest til aS öSlast
í lífinu. Hvert er takmark þitt
til að verSa hamingjusamur i
einkalífinu? f atvinnu- eSa við-
skiptamálum? Reyndu að gera
þér hugmynd um, hversu milda
orku og erfiSi þetta mundi kosta
þig. Sumt krefst ekki mikils á-
lags, annaS útheimtir ef til vill
alla þá orku, sem þú hefur yfir
aS ráSa — ef ekki meira. Ef þú
velur þér markmiS af gætni —-
ferS eftir því sem skynsemin
segir þér, aS þú ráSir sæmilega
viS, og beitir svo viljakraftinum
í þessa átt, þá ætti þér að vegna
vel.
Þreyta og þróttleysi er ekki
nærri ævinlega eins alvarlegur
hlutur og margir halda, — þarf
ekki að vera annaS en tímabund-
iS slen, sérstaklega ef maSur
gerir sér grein fyrir orsökiinum
og leitar úrbóta. í þeim tilfell-
um getur þreytan kennt manni
sitt af hverju um líkama okkar
og hvernig á að fara aS þvi aS
halda sér vel starfshæfum fram
á elliár.
UNG og hámenntuð kona segir: „Fjögur ár í háskólanum, og
hvern heíur maður svo haft upp úr krafsinu?“
GÖMUL KONA segir um hinn æruverðuga prest sinn: „Sex
daga vikunnar er hann ósýnilegur og sjöunda daginn er hann
óskiljanlegur.“
HÚSMÓÐIRIN segir, þegar hún er á leið á útsölu: Æ, það
vildi ég, að ég sæi nú ekkert, sem mig langar til að kaupa.“
KONA, sem var orðin margfaldur doktor og allt vissi, gaf
eftirfarandi skýringu á því, hvers vegna hún væri ógift: „Þú
skilur, að þeir, sem öllu geta svarað, eru aldrei spurðir.“