Úrval - 01.07.1962, Síða 30
38
Ú R VA L
kengúra", sagði hann við mig.
„Lítil, heldur hún.“
Nú náigaöist Idje óðum og
var'ð greinilegri. Hundurinn
skokkaði samhliða honum. Þeg-
ar þeir áttu stuttan spöl eftir,
sáum við, að það sem hann hélt
á í hendinni, var Htil kengúra,
og var húðin flögnuð og rifin
á bakinu. Hann gekk rösklega
til okkar og settist á hælcjur sér
fyrir framan konu sína.
Kengúrunnar var neytt meðan
Inún var enn volg, rifin í bita a£
fjörutíu, blóðugum fingrum.
Hundurinn fékk líka sitt. Þau
voru enn að snæðingi, þegar
við sýndum á okkur fararsnið.
Bóndinn, vinur minn, gaf í skyn,
að hann ætlaði að skilja eftir
vindlingaöskju. Nú sá ég Idje
brosa í fyrsta sinn. Hann kinkaði
kolli og sagði eitthvað og liélt
svo áfram að tönnlast á bein-
inu sinu.
Idje fylgdist með okkur, þeg-
ar við gengum frá þeim, enda
þótt það væri ærið verkefni fyr-
ir hann að vinna á kengúrunni.
Augun störðu óaflátanlega á
okkur, þegar við settumst inn i
Land-Rover-inn. Mér leið betur,
þegar við vorum komnir úr sjón-
færi þessarra vökulu augna.
Þessi djúpstæðu augu og
spengilegi líkaminn bendir til,
að fólk þetta búi yfir ýmsu, sem
ekki er allajafna á yfirborðinu.
Tilvera þess er á mörkum hins
mögulega og ómögulega, og ég
hef á tilfinningunni, að frum-
byggjunum sé það i aðra rönd-
ina nauðsyn að skora náttúru-
öflin á hólm. Að minnsta kosti
bendir reisn þeirra og hæfni til,
að svo sé.
Hljóð, sem þú ekki heyrir.
ÞÖTT undarlegt kunni að virðast, geta hljóð, sem annað hvort
eru of há til þess, að eyrað nái þeim, ellegar of lág til þess,
haft áhrif á þig á allt annan hátt en að vekja heyrnarskyn.
Á rannsóknarstofum hafa verið gerðar athuganir á því að stefna
á nenn hljóðbylgjurn, sem eru langt fyrir utan heyrnarsviðið.
Séu þau fyr'f ofan það, vekja þau oft tilfinnlngu um hita og
jafnvel sársauka. En séu þau fyrir neðan það, valda þau oft þung-
lyndi.
Coronet.