Úrval - 01.07.1962, Side 34
42
ÚRVAL
það fært að greina sjúkdóm
sjúklings, sem gengur í áttina til
iians yfir góif læknisstofunnar.
Nefna mætti hið vagandi
göngulag liins aldraða sjúklings,
sem þjáist af liðagigt í mjaðma-
lið, og hið ójafna, hallandi
göngulag þess, sem er með
hryggskekkju eða mislanga fæt-
ur. Sumt göngulag er einkenn-
andi fyrir mismunandi tegundir
lömunarveiki, sem áhrif hefur
haft á fæturna, annað göngulag
er einkennandi fyrir þann,
sem er með stirt hné eða ilsig.
Margs kyns sjúkdómar í tauga-
kerfi einkennast af sérkcnnilegu
göngulagi, sem er mismunandi
eftir því, í hve ríkum mæii
skemmdirnar eru á taugum, sem
stjórna vöðvum þeim, sem við
notum til gangs, og samræma
starf þeirra, eða á taugum, sem
flytja heilamiðstöðvunum boð
um stöðu útlima okkar.
Gamalt fólk gengur oft óstöð-
ugum skrefum og lyftir vart fót-
um frá jörðu. Andstæða þess
er smábarnið, sem gengur einn-
ig óstöðugum skrefum, en mjög
pleitt og sezt síðan oft og tíðum
snögglega niður, þegar það
stanzar. Drukkinn maður gengur
einnig óstöðugum skrefum,
nokkuð gleitt, ef til vill skjögr-
ar hann til sitt hvorrar hliðar á
víxl, þar eð hann á erfitt með að
ganga beint. Til þessa má rekja
hina velþckktu prófun, er öku-
maður, sem grunaður er um að
„vera undir ábrifum“, er látinn
ganga eftir beinu krítarstriki á
lögreglustöðinni.
Máttleysi vegna langvarandi
veikinda eða langrar hvíldar í
rúminu getur einnig haft þær af-
leiðingar, að göngulagið verði
óstöðugt, lílct og lijá drukknum
manni. Sama er að segja um of-
boðslega þreytu. En sumu fólki
virðist takast að samræma
gönguvöðva sína fullkomlega,
bótt það sé drukkið, veikt eða ör-
magna. Hermenn, sem hafa
orðið örmagna á langri ber-
göngu, hafa stundum sofnað og
samt haldið áfram göngu sinni
í þeirri röð, sem þeir voru i.
Enginn dulbúningur.
Flestar vanabundnar hreyf-
ingar okkar lýsa persónuleika
okkar á einhvern hátt. Sagt er,
nð göngulag sé mjög einstak-
lingsbundið og sé sú sjálfstján-
ing, sem við getum ekki breytt
né dulbúið, hvað sem í skerst.
Lögreglumenn í leit að saka-
inanni álíta göngulagið vera mik-
ilvæga hjálp til þess að hafa
upp á honum. Glæpamaðurinn
getur auðveldlega breytt um föt,
rakað af sér eða látið sér vaxa
yfirskegg og látið lita hár sitt.
En hann getur ekki lært nýtt
göngulag. Ef til vill þykir saka-