Úrval - 01.07.1962, Page 39
HVAÐ Á AÐ SEGJA BÖRNUNUM UM GUÐ?
47
lega illa upplýst, hyað snertir
undirstöðuatriði trúarbragð-
anna, og erfiðleikarnir liggja að
miklu leyti í þvi, að þeir full-
orðnu vita margir ekki, hverju
þeir eiga að trúa. Vísindin hafa
ruglað allar hugmyndir okkar
um tilveruna; kirkjurnar hafa
einbeitt sér meir að ýmsum fé-
lags- og mannúðarstörfum ,og
látið trúfræðsluna sitja á hak-
anum; sálfræðin hefur rýrt virð-
ingu okkar fyrir kirkjusiðum
og helgihaldi.
Flestir Bandaríkjamenn segja
í orði kveðnu, að þeir trúi á
guð, en þrír af hverjum fjórum
viðurkenna, að þeir taki lítið
sem ekkert tillit til guðshug-
myndarinnar i lífi sínu. Afleið-
ingin er sú, að fjölmargir for-
eldrar hafa ekki minnstu hug-
mynd um hvers virði trúin getur
verið börnum þeirra.
En þetta er einmitt mjög ó-
heppilegt, því börn hafa djúpa
trúarþörf. Auðvitaö er ekki hægt
að svara neinni mikilvægri trú-
arlegri spurningu á ofurein-
faldan hátt og í eitt skipti fyrir
öll. En sjálfsagt er það okkur til
hjálpar til skilnings á viöfangs-
efninu að hugleiða sumt af þvi,
sem börnum ætti ekki að vera
sagt um guðdóminn. Flestir guð-
fræðingar og sálfræðingar eru
sammála um þau atriði, sem ég
ætla nú að drepa á.
Segðu ekki litlu barni, að guð
fylgist með því tit að sjá, hvort
það hagi sér ekki vet.
Hve mörg eru ekki þau börn,
sem sagt er við, að guð sjái til
beirra, hvað svo sem þau geri?
Hve mörg börn heyra ekki at-
hugasemdir eins og „Guð vill
ekki eiga þig“ fyrir smámuni
eins og krot á bók eða aö vilja
ekki koma inn, þegar mamma
kallar?
Barn ætti ekki að hugsa um
guð sem persónu, sem leggur
sig fram um að ná sér niðri á
litlum dreng. Til þess er guð
of stór og drengurinn of lítill.
Og trúin verður neikvæð, ef of
mikið er gert úr refsimætti guðs.
En þó má barnið ekki finna til
ábyrgðarleysis. Guð getur ekki
verið okkur mikilvægur nema
við trúum því, að skaðvænlegt
sé að brjóta gegn lögum hans.
En kjarninn í þessu öllu 'á að
vera tilfinning um elsku og ást
guðs. Ef foreldrarnir láta ástúð-
ina yfirskyggja allt annað varð-
andi börnin sín, þá eiga þau
miklu betra með að skilja, að
guð sé afar góður.
Ekki segja barninu þinu, afí
gufí sé eins konar töfrasproti,
sem geti leyst allan vanda —
eða velgerðarmaður, sem veiti
okkur allt, sem við bifíjum um.
Barn getur átt til að segja:
„Mamma, ef ég bið guð um fót-