Úrval - 01.07.1962, Síða 41
HVAÐ A AÐ SEGJA BÖRNUNUM UM GUÐ?
49
gróin börnunum og foreldrar
þeirra.
Hvort sem barn vill sækja
kirkju eða ekki, þegar það eld-
ist, þá er eitt víst: ÞaS er erfitt
að mynda sér stefnu i þessum
efnum, nema hafa kynnzt trú-
arlífi og kirkjusókn frá unga
aldri.
Segðu jafnvel ekki kornnngu
barni, að gnð stjörni heiminum
frá Himnariki; og því sé ekk-
ert að óttast.
í heimi vorum er svo mikið
af óæskilegum hlutum, að það
fer ekki fram hjá neinu meðal-
greindu barni. Og allt þetta
neikvæða, eins og slys, órétt-
læti og dauði, tekur á sig því
meiri svip sem bjartsýni og full-
komnunarkenning trúarinnar er
meiri. Yið notum oft trúna til
aö fullvissa okkur um, að allt
sé í lagi og við getum verið
örugg.
Það er til litils að prédika
um öryggi, þegar það er ekki til
staðar, og um ófallvaltleik
vissra hluta, sem standa ekki
undir því stóra orði. Börnin
velta dauðanum fyrir sér og
spyrja um hann. Þau eru heim-
spekingar á sina visu.
Börn eru oft harðari af sér
og raunsærri en við höldum, ef
j>au finna, að þau geta trúað
því, sem við þau er sagt. Rit-
höfundur einn segir frá manni
einum, sem missti föður sinn,
og sendi af þeim sökum sjö ára
gamla dóttur sína burt af heim-
ilinu til að hlifa henni við sorg-
inni, sem óumflýjanlega hlaut að
hvíla yfir heimilinu fyrst í stað.
Á nýja, ókunna heimilinu var
hún bæði einmana og kviðin.
Kunningi foreldra hennar, sem
hafði vit á uppeldismálum,
leiddi þeim fyrir sjónir, að þetta
væri ekki rétt gagnvart telp-
unni. „Látið þið hana koma
undir eins heim aftur,“ sagði
hann. „Lofið henni að hugga
pabba sinn.“
Staðreyndin er nefnilega sú,
að jafnvel mjög ung börn skilja
sorgina, — ef til vill fremur þó
með hjartanu en heilanum. ÖIl
börn spyrja einhvern tíma um
dauðann, og það er engin ieið
til að svara þannig, að ekki
valdi einhverjum sársauka. En
margir foreldrar reyna það og
svara sem svo: „Hvolpurinn
þinn er farinn að sofa,“ eða
„Afi er fluttur burt“. En þegar
dauðinn er settur í samband við
svefn, getur barnið orðið hrætt
um, að j)að deyi i svefni. Og ef
afi er fluttur burt, hvenær kem-
ur hann þá aftur? Þá er betra
að viðurkenna óttalaust, að
dauðinn er ekki það sama og
að sofna eða flytja til einhvers
annars staðar á jörðunni. Rétt
er að játa hreinskilnislega, að