Úrval - 01.07.1962, Side 42
50
Ú R V A L
afi komi alls ekki aftur — en
er það ekki gott, að við skyld-
um fá að liafa hann hjá okkur
og muna, hvað hann var oft
skemmtilegur og hvað okkur
þótti vænt um hann?
En ef börnin spyrja okkur,
af hverju fólk sé miður sín og
dapurt, — hvers vegna er Timo-
thy lamaSur og Cathy blind?
ViS getum viðurkennt, að við
vitum þetta ekki. Við getum
svarað þvi til, að ef við öll
leggjum hart að okkur í störf-
um okkar, þá getum við kannski
lært, hvernig á að lækna ýmis-
legt, eins og fótinn á Timothy
og augu Cathyar, og að guð
vilji, að við leggjum okkur fram
um þetta.
Stuðlaðu ekki að því, að barn-
ið þitt geri sér lágar hugmijnd-
ir um guð.
Þegar við tölum við börnin
okkar um guð, ættum við aS
hafa i huga, aS við eruin að
byggja grundvöll fyrir franitíð-
ina, enda vonum við innst inni,
að þau muni sem lengst það,
sem við kennum þeim. Loks
skulum við ekki gleyma þvi, að
í raun og veru erum við allar
stundir að kenna ungviðinu
trúarbrögð og siðfræði — ekki
með orðum, — heldur gjörð-
um okkar. Börnunum er hollt
að hugsa sér guð sem kærieiks-
ríkan föður, en foreldrarnir
verða aS hjálpa til að þessi lík-
ing eigi við. Þegar á allt er
íitið', eru trúarbriig'ðin miklu
meira en einföld svör við viss-
um spurningum, heldur reynsla
af ýmsu tagi, — reynsla um dá-
semdir og þakklæti, um tak-
markanir okkar og virðingu
fyrir alheiminum, um samband
okkar og elsku til náungans.
„Trúin er ekki þekking, held-
ur leiðsögn hjartans,“ sagði rit-
höfundurinn Rainer Maria Rilke.
»»««
Freistingarlaun.
GRAMS þekkist viða í höfnum, það að verkamenn við upp-
skipun freistist til að hnupla eigulegum eða girnilegum hlutum,
sem fara um hendur þeim í vinnunni. 1 Ástralíu kom fyrir
nokkrum árum tillaga um að verkamenn fengju sérstaka upp-
bót, ef þeir væru að skipa upp varningi, er liklegt væri að
freistaði þeirra, t. d. brennivíni, tóbaki og þess háttar. Átti gjald-
ið, sem þeir fengju, að hjálpa þeim til að standast freistinguna.
— Recorder.