Úrval - 01.07.1962, Síða 44
52
ÚR VAL
dæmalausa gestrisni sína; auk
þess var hann talinn orðhákur
og stundum hrottafenginn í tali.
Nokkuð var til i þessu, en æru-
meiðingar fólust ekki í stóryrð-
um Bjarna. Þessi galsaffengna
glettni og grófkornaða spaug
voru gamansemi hans, sem hann
hafði tamið sér snemma og var
honum eðlileg. — Nákunnugir
vissu, að undir þessari hrotta-
fengnu og glannalegu skel sló
viðkvæmt hjarta, sem ekki mátti
aumt sjá. Bágstaddir og einstæð-
ingar áttu hauk i horni þar sem
Bjarni var. Sumt slíkt fólk, sem
ekki átti í annað hús að venda,
tók hann beinlinis á heimili
sitt. Þar var athvarfið og þrauta-
lendingin. Bjarni var i þessu al-
ger andstæða við hina harð-
drægu embættisbræður sína,
hreppstjóra fyrri tíma. Á heim-
ilinu voru t. d. stundum einar
6—-7 gamlar einstæðingskonur
og jafnvel hálfvitar. Og þar var
Simbi karlinn til dauðadags,
Simbi, sem hleypti úr gorvömb-
umim i sláturhúsinu i Búðardal
á haustin, og taldi það sínar
skemmtilegustu stundir. Hann
þótti ekki stiga i vit og senni-
lega hefir hann ekki getað talizt
afkastamikill vinnumaður á
heimili, þótt trúr væri hann og
húsbóndahollur. En mosagróinn
varð hann í Ásgarði með sitt
fólk. Og ekki spilltu húsfreyj-
urnar velgerðum Bjarna.
Gestrisni Bjarna var einstök.
Um hans daga lá þjóðvegurinn
vestur Svínadal til Saurbæjar og
Vestfjarða fyrir ofan túngarðinn
i Ásgarði. Bæði var það, að bær-
inn lá vel við umferð og svo hitt,
að húsbóndinn kunni því illa að
nokkur sneyddi hjá garði. Saga
er til um viðskipti þeirra Bjarna
og herra Jóns biskups Helga-
sonar. Biskup kom þar við á leið
vestur í visitaziuferð. Gætti
Bjarni þá ekki tungu sinnar sem
skyldi gagnvart drottins smurða,
og styggðist biskup við. Þegar
hann kom að vestan aftur fór
hann fram hjá Ásgarði, sló undir
nára og reið kembinginn fram
hjá, en Bjarni er sagður hafa
staðið á tröppunum og sent
hans herradómi tóninn fyrir að
koma ekki við. Sögu þessa, sem
er nokkru fyllri í munnmælum,
sel ég ekki dýrara en ég keypti.
Ekki verður á móti því borið,
að orðhákur var Bjarni, eins og
áður er að vikið. Það var hans
húmor, en menn kunnu misjafn-
lega að taka þvi, sem von var.
Einkum virtist honum uppsigað
við svokallað heldra fólk og
spjátrunga, og eru til margar
sögur af því. Þó hafði hann
mjög gaman af heimsóknum
slíks fólks. Og um gestrisnina