Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 45
BJARNI í ÁSGARÐl
53
gerði hann sér ekki mannamun.
Hann tók vel á móti háum sem
lágum.
Einu sinni var ég þar við-
staddur, sem Bjarni gerSi ekki
betur en hafa í fullu tré viS einn
gest sinn. ÞaS var Sigurður
skólameistari Guðmundsson, en
hann átti líka til að vera orð-
hákur hinn mesti. Hann hafði
oft haft orð á því við mig, að
sig langaði mjög til þess að hitta
hinn fræga bónda í Ásgarði um
leið og hann fengi þá ósk upp-
fyllta að kanna hið forna sögu-
hérað. Ég hef haft grun um, að
hann hafi undir niðri langað
til að ganga á hólm við Bjarna
í djarfri orðahríð. Loks kom að
því að skólameistari fékk tæki-
færi til að koma í Dali. Kom
hann á litlum bil ásamt frú sinni
og syni og ökumanni. En þau
voru óheppin með veður, þetta
var rigningasumar eitt hið
versta, og lentum við jafnvel í
vatnahrakningum í Miðá. En mér
veittist sú ánægja að vera leið-
sögumaður þessa gamla fræði-
meistara míns um átthaga mina.
Loks komumst við að Ásgarði
og var ekki að spyrja að glæsi-
legum viðtökum. Mér fannst
Bjarni fara sér óvenju hægt, eins
og hann væri bogavar. Enda hóf
Sigurður þegar áhlaupið með
hressilegum orðum. Bjarni tók
hraustlega á móti, en oft hafði
ég heyrt hann djarfari. En það
var ekkert barnamál eða jóm-
frúaskraf, sem gömlu mennirnir
töluðu. Og ógleymanlegur verð-
ur mér þessi eini fundur þess-
ara ógleymanlegu manna.
Það lætur að líkum, að allt
tilfinningavæl var Bjarna ótamt.
Þegar hann var kominn á efri ár
tók hann þungan sjúkleika og
var almennt talið, að hér væri
um hættulegt mein að ræða, og
Bjarni mundi vera banvænn.
Minnist ég þess, að hann var
fluttur á kviktrjám suður i
Búðardal og þaðan á skipsfjöl
á leið til Reykjavíkur. En þetta
var að vetri til og snjóalög rnikil.
Mér varð litið á Bjarna, þar sem
hann lá í kistunni, sem notuð
var sem sjúkrakarfa. Minnist ég
ekki að hafa séð dauðalegra and-
lit á lifandi manni. Bjarni var
alUengi í Reykjavik og hefir
vafalaust Ieitað þar hjálpa'r
færra lækna, en satt að segja
áttu Dalamenn ekki von á þvi,
að þessi skörungur þeirra sneri
heim aftur, og sízt heill. En viti
menn! Að góðum tíma liðnum —•
hver kemur þá ríðandi sunnan
Bröttubrekku og er hinn keik-
asti, nema Bjarni karlinn i Ás-
garði! . . . Bata sinn þakkaði
hann því, að ein syðra hafði ráð-
lagt honum að drekka joð í