Úrval - 01.07.1962, Síða 46
54
mjólk. Þeim sið hélt liann og
var sagt, að hann hefði jafnvel
aukið skammtinn heldur vel en
vart. Tóku ýmsir þennan sið upp
eftir honnni og trúðu að liann
væri allra meina bót. Og úr því
að þetta brugg hafði læknað
hreppstjórann í Ásgarði, hlaut
það að eiga við fleiri.
Ekki var laust við að Bjarni
væri nokkuð hreykinn af. bata
sínum og vildi ekki iáta væna
sig um neina veilu. Ef hann var
spurður um það þar sem iiann
var gestkomandi, hvort hann
þyldi allan maí, þá lýsti hann
mikilli matarlyst sinni með ó-
prenthæfu orðbragði, svo að
húsfreyjur flýttu sér að bera
fiT-tri allan þann bezta mat, sem
búrið bjó yfir. Bata sínum lýsti
Bjarni m. a. með þessum orðum:
„Skrattinn vildi mig ekki — i
þetta sinn,“ og „það lifir lengst,
sem hjúum er Ieiðast.“ . . . Hann
lifði mörg ár eftir þetta sjúk-
dómsáfall.
Bjarni mun hafa komið alloft á
heimili foreldra minna, þegar ég
var strákur, en einhvern veginn
v.arð mynd hans ekki skýr í
hugskoti mínu fyrri en ég bjó
í nágrcnni við liann tvö suiuur.
Ég var þá í vegavinnu, siðara
sumarið i sjálfum Ásgarðsflóan-
um, sem þá var leiðinlegur fúa-
flói. (Nú er búið að ræsa hann
ÚR VAL
fram). Við bjuggum að sjáif-
sögðu í tjöldum.
Einn fagran sumarmorgun
sendi verkstjórinn mig heim að
Ásgarði með bréf eða skeyti
(hefir sennilega talið það gera
minnst til að rnissa þann pilt
úr vinnunni á meðanl). Þetta
var yndislegur morgunn, sólskin
og sumardýrð, fuglasöngur og
birkiangan og hlýlegt í Hvamms-
sveitinni. Þegar ég gekk heim
túnið litaðist ég um í nánasta
ríki Ásgarðsbóndans. Höfuðból-
ið Ásgarður stendur hátt. íbúð-
arhúsið var með stærstu íbúðar-
húsum í sveit, en ekki var það
frítt á að líta, sökum þess a^ð
byggt hafði verið við það eftir
því sem heimilisfólki fjölgaði.
Hinum megin við mynni Svína-
dals blasir við Sælingsdalstunga,
hið forna höfuðból Snorra goða,
en nú aðeins svipur af fornri
frægð. Andspænis í dalnum eru
Laugar, hið sagnasæla setur
Ósvífursbarna. Þar fram undan
Sælingsdalurinn með Ránar-
völlum og Bollatóftum. Og yfir
þessu öllu hvíldi bláleit hita-
móða undir heiðum sumarhimni.
Húsbóndinn stóð á tröppun-
um þegar ég kom heimundir.
Það sópaði að g'amla manninum
þarna serrt hann stóð keikur í
sólskininu. Hvítt skeggið bylgj-
aðist út yfir axlirnar og niður