Úrval - 01.07.1962, Síða 48
56
ÚR VAL
báðum andstæðingunum, Birni
i Ögri og Stefáni biskupi. Þær
minna mig á Bjarna í Ásgarði.
Um Björn segir Fornólfur:
Frá ég hann tæpan meðalmann,
meiri að vexti fleiri,
en svo var eins og sýndist liann
seggjum flestum meiri
hjá annarri allri þjóð, —
bæði af honum gustur geðs
og gerðarþokki stóð.
/
Og um Stefán biskup:
Að málum fylgi og metnað bar
mjög, er trúði hann sönnurn,
stórbokkum hann stríður var,
steigurlætismönnum
gaf hann lítil grið,
en vægur þeim, sem hafði hann
í höndum öllum við.
Margt af því, sem sag't er i
þessum erindum, átti vel við um
Bjarna.
Bjarni í Ásgarði verður mér
jafnan ógleyinanlegur.
Ragnar Jóhannesson.
Hringur fundinn eftir tilvísun í draumi.
FYRIR allmörgum áratugum bar svo við í norðlenzkri sveit,
að húsfreyja á bæ einum tapaði giftingarhring sínum, án þess
að gera sér ljóst, hvar eða hvenær það gerðist. Strax og tapsiíns
varð vart, var leitað án afláts að hringnum, en allt kom fyrir
ekki. Féllst húsfreyju svo mikið til um missi sinn, að hún varð
varla mönnum sinnandi, og áleit hún, að atvik þetta kynni að
boða ógæfu í hjónabandi hennar. Nótt eina nokkru eftir hvarf
hringsins, dreymir húsfreyju, að tengdafaðir hennar, þá nýlega
látinn, kemur til hennar. Þykist hún spyrja hann, hvenær ó-
sköpum þeim linni, sem nú gangi yfir, en þetta var um vetur
og hörkutíð þvílík, að heyleysi og hörmungar vofðu yfir, ef ekki
rættist úr fyrr en seinna. Nokkur bið varð á svari, en svo heyrir
húsfreyja, að gamli maðurinn segir ákveðið en rólega: „Menn
vita nú víst minna en það, fyrst þeir vita ekki einu siinni um
hringinn, sem liggur í skólpbalanum hérna frammi". Við þetta
hvarf draummaður og húsfreyja glaðvaknaði, klæddist skjótlega
og gekk fram til áð gera athuganir, samkvæmt því sem henni
hafði vitrazt í draumnum. Fann hún hring sinn, sem til var
vísað með öllu óskemmdan. —• Frásögn JÓS