Úrval - 01.07.1962, Page 53
ENGILLINN í SAN JUAN FANGELSINU
61
málum mjög á óvart. Sakamenn
með alls konar glæpi á sam-
vizkunni hafa verið náðaðir
gegn drengskaparheiti eða ein-
göngu vegna meðmæla Sallyar.
— Aðjeins einn, harSsvíraður
byssubófi hefur brugðizt heiti
sínu og fengið aftur vist í fang- ,
elsinu. Að beiðni Sallyar var
jafnvel honum gefið annað
tækifæri. Nú á hann sitt heim-
ili og er í góðri vinnu og er
leiðbeinandi i kirkjusöfnuðin-
um sinum.
Yfirmaður betrunarhússins
hrósar Sally Olsen á hvert reipi
og segir, að hún hafi utinið
mesta félagsmálastarfið, sem um
getur í Puerto Rico, og ef til
vill eigi það sér enga hliðstæðu
i heiminum. Eftir að hún kom
til sögunnar breyttu fangarnir
yfirleitt mjög um hegðun til
batnaðar, og þeir kalla Sally el
angel de los presos, fangelsis-
engilinn, þeir ávarpa hana með
orðinu madrecita, litla mamma.
Sally hefur ekki nema eina
fasta reglu í fangelsinu, og það
er að halda guðsþjónustu á
sunnudögum. En hún kemur í
heimsókn þangað á hverjum
einasta degi allt árið; fangarnir
hafa alltaf gott af komu hennar,
því hún annast ýmis smáinn-
kaup fyrir þá og gefur þeim
sitthvað smálegt eins og hár-
greiðu eða tannbursta, og hún
skrifar bréf fyrir þá, sem treysta
sér ekki til þess sjálfir. Og þegar
hún fer, tekur hún stundum með
sér kveðju til eiginkonu eða
unnustu.
Hún hefur orðið að brjóta
mikinn ís og vinna bug á mik-
illi tortryggni áður en hún vann
traust flokksins harðsnúna, sem
gistir fangelsið. Einna harðasta
andspyrnu veitti lífstíðarfangi
einn, Manuel að nafni. Þegar
Sally ráðlagði lionum að treysta
guði, rak hann hana burtu frá
klefa sinum reiðilegum orðum.
Og einn daginn æpti hann: