Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 55
EN.GILLINN í SAN JL'AN FANGELSINU
í þrjátíu. Sum þeirra eru á snotra
heimilinu hennar Sallyar, önn-
ur í tveim nálægum húsum, sem
Sally festi kaup á eftir að hafa
útvegað lánsfé.
Umhyggja Sallyar fyrir fóstur-
börnunum sínum á rætur sínar
að rekja til þess, aS hún sjálf
átti viS mikla fátækt aS búa
framan af ævinni. Hún fæddist
fyrir fjörutíu árum síSan í fiski-
þorpi í Noregi, og var hún næst-
yngst af fjórum systrum. Þegar
hún var fjögurra ára gömul,
varð mamma hennar ekkja, og
var telpan þá send á fósturheim-
ili. En hún strauk þaðan, og
góðhjartaSur fiskimaSur og
kona hans tóku hana til sín, og
þar var hún til tólf ára aldurs.
Þá tókst móðurinni að sameina
fjölskylduna á ný, og þau fluttu
til Bandaríkjanna.
Þau settust að í stórborg-
inni New York. Eftir að Sally
lauk prófi í miðskólanum, tók
hún að vinna fyrir sér sem þjón-
ustustúlka og síðan á skrifstofu.
Hún varði mestöllum frítiman-
um sínum til kirkjulegra starfa,
sem var aðallega heimsóknir
til barnadeilda sjúkrahúsanna,
og þar sagSi hún börnunum
biblíusögur. Fljótlega tók þetta
hug hennar allan. Hún byrjaði
að stunda nám í trúboðsskóla
Hvitasunnumanna (Pentecostal)
63
i Filadelfíu og tók þar vígslu
sem prestur.
Hún steig á land i San Juan
snemma á árinu 1953. Á undan
henni höfðu borizt spurnir um
áhuga hennar og trúarhita. Ein-
hver mun hafa spurt hana í
gamni, vort ekki væri reynandi
fyrir hana aS prédika yfir föng-
unum í Rio-Piedras-dýflissunni,
sem er í útjaðri borgarinnar.
Hún lét ekki slá sig út af laginu
og bað um leyfi til þess arna.
LeyfiS var veitt — mestmegnis
af þeim sökum, að þetta mundi
skapa einhverjum ódýrt hlát-
ursefni.
Meira en hundraS sakamenn
þrengdu sér inn í „kapelluna“
hennar Sallyar, en það var
kennslustofa fangelsisins, —
allir vildu sjá „kvenprestinn".
En áður en samkoman var á
enda höfðu fallið á kné, klökk-
ir og biðjandi, margir þeirra,
sem komið höfðu með háðbros
á vör. Þeir báðu Sally að halda
fljótlega aftur samkomu.
Sally segir sjálf svo frá: „Eftir
nokkurn tíma setti ég í mig
kjark og bað forstöðumanninn
um leyfi til aS mega koma til
fangelsisins, hvenær sem ég vildi
og ganga þar um að vild minni.
Þannig varð ég prestur fang-
elsisins."
Fyrst í stað prédikaði Sally
með aðstoð túlks, en ekki Ieið