Úrval - 01.07.1962, Síða 59
G7
Svo^a eR X^iTÍÐ
ÞAÐ gerðist í prentaraverkfall-
inu hérna um árið, að menn ræddu
um möguleika á því að deilan
leystist, og urðu ekki á eitt sáttir.
1 hópnum var prentari einn, sem
auðvitað varði stétt sína með oddi
og eggju. Þetta jókst orð af orði,
unz nokkur hiti var kominn í
deilurnar. Stökk þá prentarinn á
fætur og hrópaði, um leið og hann
barði saman hnefunum:
— Ég skal aldrei semja, ég skal
aldrei semja, heldur fer ég niður
á Lækjartorg að selja blöð!
— Sorrí.
FORSTJÓRAFRÚ ein í Reykja-
vík þótti allstórlát og fjassöm og
tolldu stúlkur illa hjá henni.
Eitt sinn sagði stúlka upp eftir
þrjá mánuði, og stóð þá þannig á
fyrir frúnni, að hún átti von á
barni. Þegar stúlkan kvaddi, sagði
hún:
— Ég vona, að litli drengurinn
yðar verði hraustur og efnilegur.
— Hvers vegna eruð þér svo
vissar um, að það verði drengur
en ekki stúlka? spurði frúin.
— Það mundi engin stúlka tolla
hjá yður í níu mánuði, var svarið.
— HH.
NOKKRU fyrir síðustu aldamót
bjuggu á Efra-Hóli og Torfhóli
í Óslandshlíð bændur þeir, sem
hétu Jón og Björn. Oft urðu Þeir
fátækir af heyjum, enda býlin
rýrðarkot og nú löngu komin í
eyði.
Einu sinni kom nágranni þeirra,
sem ekki er nafngreindur, til
Björns i góubyrjun, og var þá
Björn orðinn heylaus, og sá vand-
aði eitthvað um það við Björn.
En þá varð Birni að orði:
— Það er nú ekki mikið að verða
heylaus í góubyrjun, en að verða
heylaus strax í þorralok, eins og
Jón á Efra-Hóli, það kalla ég bág-
an ásetning. — G.S.
MAÐUR NOKKUR hafði hug á
að ná í ekkju bróður síns fyrir
konu. Varð hann fyrirvinna ekkj-
unnar við andlát bróðurins, sem
að öllu hafði verið meiri maður,
og mun betur gefinn.
Á útfarardegi bóndans var ein-
hverjum gárunga að orði við ráðs-
manninn, að hann reyndi nú lík-
lega að ná í ekkjuna á sinum tíma.
— Já, svaraði ráðsmaðurinn, en
ég er nú ekkert farinn að nefna
þetta við hana enn þá. — JÓS.