Úrval - 01.07.1962, Side 66
74
ur, kom Verne lesendum sínum
á óvart með lýsingu á firnastór-
um og öflugum stjörnukíki. Þessi
mikla stjarnsjá Vernes var í
vesturhluta Bandaríkjanna; Pal-
omarsstöðin er i Kaliforníu. —■
Verne lætur holspegil stjörnu-
kikisins vera sextán fet i þver-
mál; holspegill Palomarstjörnu-
kíkisins er rúmlega sextán fet.
í sumum smáatriðum má heita
að lýsing þessa tveggja stjörnu-
ldkja sé nákvæmlega eins.
Á okkar dögum þjóta risastór-
ar flugvélar um háloftin og þyr-
ilvængjur hafa markað tímamót
i sögu slysavarna og björgunar-
starfs. Þetta hefði ekki komið
Jules Verne á óvart. Á þeim tím-
um, er áhugi manna beindist að
tilraunum í smíði loftskipa,
hristi Verne aðeins höfuðið. „í
framtíðinni," fullyrti hann,
„verða aðeins notaðar flugvél-
ar.“
Auðvitað gerðu menn ekki
annað en skopast að þessari
firru; að farartæki þyngra en
loftið gæti svo mikið sem lyfzt
frá jörðu af egin rammleik, hvað
þá flogið. Sú hugmynd um flug-
vél, sem Verne hafði mest dá-
læti á, var hugmyndin um flug-
vél, sem gæti flogið bæði lárétt
og lóðrétt og jafnvel haldizt kyrr
á sama stað í loftinu; hugmyndin
um þyrilvængjuna. Hann skrif-
aði meira að segja sögu um risa-
Ú R V A L
stóra þyrilvængju; „Albatros-
inn“, hét hún.
Það eru ekki ýkjamörg ár frá
þvi að efnafræðingar uppgötv-
uðu, að úr pappir má búa til
eitt merkilegasta smiðaefni okk-
ar tima — plast. Hér sem oftar
var Verne fyrri til en visindin.
Liklega hafa visindamenn um
aldamótin siðustu talið pappír
heldur ótraust smiðaefni, en
Verne var á öðru máli. Honum
bauð í grun að pappir mætti
gera þannig úr garði, að styrk-
leiki hans yrði gífurlegur, og
þannig pappir var einmitt not-
aður sem aðal smíðaefni í
„Albatrossinn“. Allir vita hvilik-
um geypiframförum plastfram-
leiðslan hefur tekið, frá því það
fyrst kom á markaðinn, og það
er ekki á færi meðalskussa að
segja fyrir um til hvers lcann að
mega nota það i ókominni tíð.
Eins og sjá má af þvi sem
þegar hefur verið sagt, þá fjöll-
uðu sumir furðulegustu spádóm-
ar Vernes um samgöngutækni.
Frægast allra farartækja úr sög-
um hans er Nautilus, risastóri
kafbáturinn í sögunni „Sextíu
þúsund mílur neðansjávar" —•
(Twcnty Thousand Leagues
TJnder the Sea).
Jafnvel orkugjafinn, rafmagn-
ið, sem knúði vélarnar, var þá
enn lítt hagnýttur, né þekktur
meðal almennings, þegar Verne