Úrval - 01.07.1962, Side 67
IIIXX I RAMSYXI JULES VERXE
75
skrifaði lýsingu sína á þessu
mikla neðansjávarskipi.
Á sviði fjarskipta var Jules
Verne einnig á undan sínum
tima. Hann sá ekki einungis fyr-
ir útvarpssendingar, heldur kom
hann einnig lesendum sínum á
óvart áriS 1889, er hann lýsti
fyrir þeim, hvernig fólk i heima-
húsurn fylgdist með fréttnæm-
um viðburSum meðan þeir voru
að gerast og horfði á það sem
fram fór i sjónvarpstæki í stof-
unni heima hjá sér. Til einka-
skipta mánna á meðal liugsaði
hann sér „myndsíma", sjón-
varpstæki og síma i senn. Með
þessu tæki gátu menn, hvar á
hnettinum sem þeir voru annars
staddir, talazt við og horft á
hvorn annan um leið.
Æviskeið Jules Verne var í
rauninni markað ærnum mót-
sögnum. Hann var ekki vísinda-
maður. Þó voru rit hans meist-
araverk vísindalegrar framsýni.
Hann ferðaðist aldrei vítt um;
samt hlaut hann lof landfræð-
inga fyrir nákvæmar staðarlýs-
ingar, þar sem hann hafði þó
aldrei komið nálægt sjálfur. í
ritum sinum gaf hann imynd-
unaraflinu lausan tauminn, en
i daglegu lífi sínu var hann í
fyllsta máta hagsýnn maður, sem
reiddi sig einvörðungu á stað-
reyndir og lét enga draumóra
villa um fyrir sér.
Verne var Frakki; þó bar svo
við árið 1923, löngu eftir and-
Iát hans, að eitt Parisarblaðanna
kom með þá lcenningu, að hann
hefði hvorki verið franskur né
heitið Verne réttu nafni, heldur
mundi hann hafa verið Pólverji
og heitið Olschewitz. Glettni ör-
laganna er stundum dálítið kald-
hæðnisleg. Enginn hafði séð fyr-
ir tækniþróunina, —- og þá ekki
hvað sizt varöandi ný samgöngu-
tæki, — af þvílíkri skarpskyggni
og Jules Verne. En þegar hann
dó árið 1905, var hesturinn enn
helzti farkostur manna; bíllinn
varð ekki almenningseign i'yrr
en nokkrum árum síðar. Hann
átti heima í Amiens, og meðan
hann lá þar á banabeði sínum,
létu yfirvöld staðarins strá hálmi
framan við hús hans, svo að
hinn deyjandi maður fengi hvílzt
í friði fyrir glymjandi hófaskell-
um utan af steinlögðu strætinu.
Á sjötta tug aldarinnar sem
leið var Jules Verne ungur kaup-
hallarmangari í París, haldinn
órum að verða rithöfundur og
skáld. Því miður höfðu róman-
tísk leikrit hans og ljóð ekki
fengið þær viðtökur sem skyldi.
En svo gerðist það, að hann átti
tal við Félix Nadar, sem þá vann
að tilraunum sinum varðandi
gerð loftbelgja með smíði loft-
skips fyrri augum. Þetta dugði;
ímyndunarafl Jules Vernes var