Úrval - 01.07.1962, Page 68
76
ÚRVAL
leyst úr læðingi. Hann ákvað að
skrifa sögu loftbelgjanna.
Hverja stund sem hann átti
aflögu frá starfi sínu, notaði
hann til að festa á blað hug-
myndir sínar, og áður en margir
mánuðir voru á enda liðnir, var
sagan fullgerð. Handritinu kom
hann til útgefandans Pierre
Hetzel. Hetzel vissi ekki hót um
loftbelg'i, en þeim mun meira um
bókaútgáfu og söluhæfni. Að
hálfum mánuði liðnum endur-
sendi hann handritið til höf-
undar ásamt tilmælum um að
hann umskrifaði söguna, jafn-
framt benti hann á ýmislegt
til úrbóta.
Og nú færðist heldur betur
lif í tuskurnar. Tillögur Hetzels
kveiktu þvílíkt liugmyndabál í
huga Vernes, að innan hálfs
mánaðar mátti kalla að upphaf-
lega sagan væri brunnin til ösku,
og upp af rústum hennar varð
til nokkuð alveg nýtt; skáldsag-
an „Fimm vikur í Ioftbelg“ (Five
Weeks in a, Balloon).
í þetta skipti las útgefandinn
hverja blaðsíðu með velþóknun.
Reyndar var lítið i þessari sögu,
sem átti sér stoð í veruleikanum
eða hægt var að bendla við sögu
loftbelgjanna yfirleitt. Sagan var
orðin úr tómum hugarórum, sem
engum höfðu komið í hug áður.
Þegar Verne kvaddi Hetzel í
þetta sinn, hafði hann ekki að-
eins samið um útgáfu þessarar
sögu, heldur hafði hann i vas-
anum samning, þar sem hann
skuldbatt sig til að skrifa tvær
bækur á ári næstu tuttugu árin,
og greiðslan fyrir hverja bók
skyldi vera 10.000 frankar.
Jafnvel Hetzel, gamalreyndur
og klókur sem hann var, átti
ekki von á þeim fágætu við-
tökum, sem bókin fékk. Hún
seldist upp á svipstundu og síð-
an hvert upplagið á fætur öðru
í þúsundum eintaka. Skömmu
síðar lánaðist það áform Nad-
ars að búa til firnastóran loft-
belg. í viðurvist fjölda áhorf-
enda sveif Nadar burt i loft-
helg sínum, og allt varð þetta
til að stórauka sölu bókarinnar.
Að nokkrum mánuðum liðn-
um tók sagan „Ævintýri Hatt-
eras skipstjóra“ (The Adventur-
es of Captajn Hatteras) að birt-
ast sem framhaldssaga i tímriti
einu, áfjáðum lesendum Vern-
es til óblandinnar ánægju. í þess-
ari sögu segir Verne á dirfsku-
fullan hátt fyrir um uppgötvun
eða fund norðurheimskautsins,
nærri hálfri öld fyrr en sá at-
burður í raun og veru gerðist, er
Peary komst þangað fyrstur
manna vorið 1909. Næst kom
sagan „Leyndardómar Snæfells-
jökuls“ (Voyage to the Center
of the Earth),þar sem Verne læt-
ur þennan glæfraleiðangur hefja