Úrval - 01.07.1962, Side 69
HINN FRAMSÝNI JULES VERNE
77
lör sína um iður jarðar niður um
gig í þessum islenzka jökli, og
verður þá fyrir leiðangursmönn-
um ógnandi furðuveröld með
úthöfum og bullandi hverum.
Verne hafði af því talsverðar
áhyggjur, hvort hinn mikli áhugi
manna fyrir skáldsögum hans
væri aðeins nýjungagirni og
stundarfyrirbrigði. En eftir að
fjórða skáldsaga hans kom út
var ekki um að efast lengur;
Verne, og þessi nýja skáldsagna-
gerð höfðu unnið varanlegan sig-
ur. Bókin hét „Ferðin til tungls-
ins“ (From the Earth to the
Moon), og hún kom út árið 1866.
Þá, fyrir næstum heilli öld, lýsti
Verne ferðalaginu til tunglsins
og útbúnaði öllum af slíkri sann-
færandi snilld, að yfir hann
rigndi bréfum úr öllum áttum
frá lesendum, sem óðfúsir vildu
fá að vera með, þegar slik för
yrði í raun og veru farin.
í heil fjörutíu og fimm ár,
eða allt til hann lézt, sendi
Verne jafnt og þétt frá sér hverja
metsölubókina eftir aðra. Þar
eð bækur hans seldust í milljón-
um eintaka, fór ekki hjá því að
honum bærust mörg tælandi
gylliboð frá ýmsum bókaútgef-
endum, en hann hélt tryggð við
Hetzel, og þeir urðu báðir auð-
ugir menn.
Þrátt fyrir alla velgengni sína
lifði Verne alla tið óbrotnu lífi
ásamt konu sinni og þrem börn-
um þeirra. Hið eina i háttum
hans, seitt bar þess vott að hann
byggi við allsnægtir, voru nokkr-
ar smáfleytur sem hann keypti,
aðallega kappsiglingabátar.
En hvernig skyldi Jules Verne
hafa aflað sér þeirrar geysivíð-
tæku þekkingar á hinum ólíkustu
sviðum, sem hlaut að vera frum-
undirstaða þess, að jafnvel hin-
ar mestu firrur hljómuðu trú-
verðuglega og sannfærandi, þeg-
ar hann sagði frá? Með vinnu
og aftur vinnu. Þegar hann bjó
sig undir að skrifa „Ferðina til
tunglsins“, svo dæmi sé tekið,
studdist hann við hvorki ineira
né minna en fimm liundruð
handbækur og vísindaritgerðir.
í bókaherberginu á heimili
hans í Amiens voru ekki ein-
asta fleiri þúsund prentaðar
bækur, heldur einnig ógrynni
af skrifuðum minnisblöðum og
heimildum, rituðum af honum
sjálfum. Þegar að var gætt kom
i Ijós, að möppurnar, sem
geymdu þessar skrifuðu heim-
ildir, voru fleiri en tuttugu og
fimm þúsund talsins.
Sannfæringarkrafturinn í frá-
sögnum Vernes hreif ekki aðeins
ómenntaða alþýðu. Hitt var
sönnu nær, að máttur hans var
slíkur, að margur vísindamað-
urinn hreifst með og hófst handa
af þeim sökum einum. Fleiri en