Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 75
HIN TÝNDA BORG
83
höggnar æðar í þykkum stein-
veggjunum. Víða var vatnið tek-
ið út í gosbrunna, og þar gátu
konurnar fyllt krukkurnar sín-
ar.
Þegar horft var á borgina frá
fjaliinu hinum megin hefur hún
sjálfsagt litið út sem óvinnandi
virki, sem nokkrir menn gátu
varið. Miklu neðar fellur Uru-
bamba-áin í boga eins og skeifa
úr silfri. Á tindunum tveim,
tvö þúsund fetum fyrir ofan ána
eru varðturnar úr steini og þar
hafa verðirnir haft gott útsýni
yfir dalinn og verið vel á varð-
bergi gagnvart öllu grunsamlegu.
Öflugur varnargarður var um-
hverfis borgina, og bendir flest
til, að borgin hafi haft að geyma
ýmsa helgidóma eða jafnvel ver-
ið sjálf höfuðborg þeirra Ink-
anna. Á stað þeim, sem Bing-
ham nefndi „Staðinn heilaga“,
fann hann leifar af skrautlegu
musteri úr hvítum steini með
fórnaraltari og útskotum, sem
geta hafa verið fyrir helgigripi.
Merkilegra en þetta eru þó út-
höggnir veggir myndarlegs ibúð-
arhúss, þar sem þrír gluggar
snúa „móti rísandi sól“, eins
og þjóðsögurnar segja um hús
konungsins.
Öll vísar borgin upp á við —
í áttina að helgum hlut: helgi-
grip þeirra Inkanna, sólskífunni,
sem mældi tíimann fyrir hið
sóldýrlcandi fólk Andesfjallanna.
Einn helgisiðurinn þeirra var
sá, að á jafndægri á hausti
„bundu“ prestarnir sólina við
stóran, úthöggvinn steindrang,
sem reis upp af palli einum.
I öllum héruðum Inkaveldis-
ins voru skólar fyrir velgefnar
stúlkur, þar sem þær fengu þjálf-
un í að stjórna heimilum fyrir-
manna og aðstoða við ýmsar
trúarathafnir. Spánverjarnir
upprættu marga af þessum skól-
um, og Bingham leiðir að því
getum, að flóttafólk úr einhverj-
um þeirra hafi komizt leynilega
til Machu Picchu og ætlað sér
að viðhalda sóldýrkuninni og
fleiri siðum meðan verið væri
að stökkva hvítu manndrápur-
unum úr landi. En árin færðust
yfir þesar konur, án þess unnið
væri á Spánverjunum, og þær
hurfu í gröfina hver á eftir ann-
arri. Skógargróðurinn sótti að
musterunum og enginn varð til
frásagnar um vöku þessara síð-
ustu íbúa borgarinnar.
Machu Picchu, — borgin með
öll ummerkin um getu og veldi
Inkanna fornu, verður að líkind-
um alltaf sama ráðgátan, hversu
mjög sem menn velta þessum
hlutum fyrir sér. En fáir eða
engir, sem skoða rústir þessar-
ar fornu borgar, geta skotið sér
undan því að láta sér detta sitt
af hverju í hug.