Úrval - 01.07.1962, Page 77
GÆTTV AVGNA ÞINNA
85
okkar einum. Við sjáum einnig
með huga okkar og vissulega
með öllum persónuleika okkar.
Það, sem álitið er vera augn-
sjúkdómur, getur þvi stafað af
tilfinningaíegri togstreitu eða
likamlegum galla eða hvoru
tveggja. Ýmsir þættir tilfinn-
ingalífsins koma greinilega i
ijós sem aðalorsakir margra
augnkvilla.
Svokölluð „augnþreyta“ er
helzta orsök þess, að fólk leitar
til augnlækna. Á læknamáli er
þetta kallað „asthenopia“. Þess-
ari augnþreytu er kennt um al!s
kyns verki og þrautir, ógleði,
svefnleysi, lystarleysi og höfuð-
verki. En samt hafa læknar upp-
götvað nýlega, að augnþreyta á
næstum aldrei sök á þeim kvill-
nm, sem henni er kennt um.
Dr. Edward heitinn Weiss,
fyrrum við Temple-háskólann,
er var sérfræðingur i psychos-
matiskri sjúkdómafræði (þ. e.
sjúkdómum, raiinverulegum eða
imynduðum, sem orsakast af
sálrænum truflunum), sagði eitt
sinn: „Sjúklingur, sem þjáist af
augnþreytu, þarfnast nýs lífs-
viðhorfs en ekki nýrra sjón-
glerja.“
Þetta má ekki skilja á þann
veg, að augnþreyta sá einungis
ímyndun. Fólk kann að finna til
verkja í augnvöðvum, þegar þeir
eru notaðir um of, og þreytast,
einkum ef þeir hinir sömu þarfn-
ast gleraugna eða nota röng sjón-
gler eða vinna við slæma birtu
eitthvert verk, sem krefst mik-
illar nákvæmni. En áreynslan
við að reyna að sjá við slíkar
neikvæðar aðstæður hefur að-
eins áhrif á augnvöðvana eina
og getur eigi frekar skaðað aug-
un en það getur skaðað heyrn-
ina að reyna að heyra hvísl.
Margir augnlæknar h vetja
sjúklinga til þess að nota augun
þeim mun meira, svo framar-
lega sem ekki er um neina bólgti
né sjúkdóm að ræða, þ. e. þeir
hvetja ^ijl slikrar markvissrtar
þjálfunar augnanna í stað þess
að ráðleggja sjúklingum að hvila
augun til þess að reyna þannig
að losna við þreytutilfinninguna.
Hugmynd þeirra er fólgin í þvi,
að þeir álíta, að augnvöðvarnir
stvrkist með meiri notkun og
þreytist eigi eins fljótt né oft og
verkirnir minnki þvi.
En hver er þá skýringin á þvi,
að fólk kvartar oft um höfuð-
verk, eftir að hafa lesið við ó-
nóga birtu? Flestir augnsérfræð-
ingar eru níi þess fullvissir, að
það sé enginn grundvöllur fyrir
slikum kvörtunum likamlega séð.
,,Ég minnist ungrar stúlku, sem
fékk hræðilegan höfuðverk, þeg-
ar hún var að læra,“ segir dr.