Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 78
8ö
U R VA L
John McLean, prófessor í augn-
skurðlækningum við New York
Hospital-Cornell Medical Center.
„En ]jegar þetta var rannsakað
nánar, kom í Ijós, að höfuðverk-
irnir gerðu eingöngu vart við
sig, hegar hún var að Iæra latínu,
en aldrei þegar hún var að læra
aðrar námsgreinar.“
Plöfuðverkir, sem augnþreytu
er kennt um, hverfa oft, þegar
sjúklingurinn hefur fengið gler-
augu, jafnvel þótt það komi
seinna í ljós, að sjónglerin hæfa
honum ekki og bæta sjón hans
ekki hætis hót. Rétt gleraugu
gera lesturinn að vísu minna
þreytandi, en oft eru það samt
ekki gleraugun, sem „lækna“
höfuðverkina, heldur létlir sjúk-
lingsins yfir þvi, að hafa fengið
hjálp.
Læknar hafa oft komizt að því,
að sálrænar orsakir eiga jafnvel
oft hlut að máli, þegar um raun-
verulega, líkamlega augngalla
er að ræða. Augnsjúkdómurinn
glákóm vcldur algerri blindu
45000 Bandaríkjamanna. Þrýst-
ingurinn innan augans eyðilegg-
ur taugatengslin milli nethimn-
unnar (sjónhimnunnar) og heil-
ans. Margs konar rannsóknir
hafa sýnt, að þessi þrýstingur
eykst við truflanir tilfinninga-
legs eðlis og minnkar, þegar
þeim truflunum léttir af. Skurð-
aðgerðir og læknislyf eru að
vísu nauðsynleg til þess að
stemma stigu fyrir sjúkdómnum,
en stundum aukast gagnleg á-
hrif þeirra, ef sállækning (psy-
chotherapy) er jafnframt um
hönd höfð.
Augun eru furðulega harðger
og búa yfir miklum aðlögunar-
hæfileikum, hvað ytri áhrif
snertir, þótt sálrænar truflanir
hafi auðveldlega áhrif á þau.
Sjónvarpi og kvikmyndum hefur
verið kénnt um skaðvænlega á-
reynslu á augun, en augnlæknar
bera á móti þvi, að þetta hafi
nokkrar augnskemmdir i för
með sér. Sama má segja um sól-
arljósið undir flestum kringum-
stæðum, nema starað sé beint i
sólina. Sama máli gildir einnig
um ódýr sólgleraugu. Lituð sjón-
gler draga úr glampa birtunnar
á baðströndinni eða í snjónum.
Það gildir einu, hver litur glerj-
anna er. En þau eru ónauðsyn-
leg heilbrigðum augum i venju-
legu sólskini.
Ljósið berst inn í augu manns-
ins í gegnum Ijósopið og auga-
steininn, en liann beinir því til
nethimnunnar (sjónhimnunn-
ar), sem er mjög ljósnæm. Þegar
um gallað auga er að ræða, verða
myndirnar á nethimnunni ófull-
komnar, annað hvort vegna þess
að augasteinninn eða hornhimn-