Úrval - 01.07.1962, Blaðsíða 81
GÆTTU AUGNA ÞINNA
89
gera skurðaögerð, sem er íi]
allrar hamingju hvorki hættuleg
né mjög kvalafull. Þess gerist
ekki þörf, að farið sé með tæki
inn i augað sjálft. heldur eru
slappir augnvöðvar styrktir eða
slakað á ofþöndum augnvöðv-
um.
Hvernig er hægt að sjá, hvort
barn er rangeygi, tileygt eða
þjáist af svipuðum augngöllum,
| sem einu nafni nefnast „strab-
ismus“? Samræming augnanna
I er léleg fyrstu 4—6 mánuði
barnsævinnar, og það er eðlilegt,
að annað hvort augað eða bæði
„sveimi“ öðru hverju. En nauð-
syn er á þvi að leitað sé tafar-
laust til augnlæknis, ef um lé-
legt samræmi augnanna er að
ræða eftir þann aldur. Dragið
ekki á langinn að leita læknis-
aðstoðar i þeirri röngu trú, að
augun komist sjálf i fullt lag.
Það kemur varla fyrir, að svo
sé, likt og þúsundir hálfblindra
I fullorðinna karla og kvenna
1 geta borið vitni um.
Hin venjulega aðferð til þess
,að bæta sér upp sjóngalla er sú,
að nota sjóngler. Gleraugu
styrkja hvorki augun né veikja
þau. Eini tilgangur þeirra er að
sjá betur með þvi að brjóta
geisla Ijóssins, sem berast til
augans, eða dreifa þeim þannig,
að þeir sameinist á nethimn-
unni. Ef þú ert haldinn sjón-
galla, muntu auðvitað sjá betur,
ef þú notar gleraugu með sjón-
glerjum, sem hafa verið gerð
sérstaklega við þitt hæfi. Eb
fáir þú sjóngler, sem hæfa þér
ekki, eða kaupir þér gleraugu
á útsölu eða fáir þau lánuð hjá
nágranna þinum, munu þau
samt ekki valda skemmdum á
neinum hluta augans. Langfæst-
ir eiga gleraugu, sem eru full-
komlega við þeirra hæfi.
Fólk er reiðubúið til þess að
greiða næstum hvað sem er til
þess að bjarga sjóninni, þegar
það veit, að hún er í hættu. En
það er meira virði að láta fara
fram rannsókn í tíma í leit að
mögulegum sjúkdómi eða að við-
hafa einfaldar varúðarráðstafan-
ir gegn því, að augun verði fyrir
slysi, heldur en sú bezta læknis-
hjálp sem hægt er að fá, eftir
að sjúkdómur hefur búið um sig
eða augun skaddazt vegna slyss.
ÓFRXÐURINN er afkvæmi hrokans og hrokinn er barn auð-
legðarinnar. — Dean Swift.