Úrval - 01.07.1962, Side 83
ERU HVALIR AÐ VERÐA ALDAUÐA?
91
Hvalskutlararnir í gamla daga
gerðu ekki mikið úr skynsemi
hvalanna, töldu þá heimskar
skepnur og jöfnuðu þeim við
kýr, enda væri auðvelt að veiða
þá. En fyrir nokkrum árum var
þvi veitt athygli, að hræddir
hvalir voru farnir aS taka upp
á aS synda burt í beina linu, sem
hafSi þær aflciðingar, að fjöldi
hægskreiðra hvalveiðibáta varð
úreltur. En þegar fariS var að
nota hraðgengari skip, breyttu
hvalirnir enn um aðferð og
syntu meira í kafi en áður. Þeir
iiafa líka breytzt aS því leyti, að
svo virðist sem þol þeirra sé
meira en áður. Ef komizt hefur
að þeim styggð, eiga þeir til að
ferðast alla nóttina, svo engan
hval er að finna að morgni þar
sem krökkt var af þeim kvöldið
áður.
Þessar breytingar á háttalagi
hvalanna hafa komið fram eftir
þrjátíu ára veiði nálægt suður-
skautinu. í sambandi við þetta
hafa ýmsar spurningar vaknað:
Hve liratt geta hvalirnir synt?
Hvernig fara þeir að þvi að rata
á dýpi, þar sem engin Ijósglæta
er? Hvernig geta þeir (eins og
margir hvalveiðimenn fullyrða
að þeir geti) staðið í sambandi
við aðra hvali? Þetta eru spurn-
ingarnar, sem vísindamennirir
í Fiorida eru að glíma við.
Höfrungarnir geta gert bluti,
sem eru undraverðir, þegar tek-
ið er tillit til, hve smávaxnir
þeir eru. Einn þeirra, sem
rannsóknarmennirnir hafa í sjó-
búri, getur stokkið sextán fet
upp frá yfirborðinu, til að
krækja sér í fisk i öðrum enda
búrsins, enda þótt „tilhkuipið"
sé aðeins fimmtíu fet. Til að
þetta megi takast verður liann að
auka hraðann up,p í tuttugu míl-
ur á klukkustund. Þetta bendir
til, að sögurnar um að hvalir
geti synt tuttugu til tuttugu og
fimm hnúta á klukkustund,
kunni að vera sannar.
AnnaS merkilegt varðandi á-
minnstan höfrung er það, að
enda þótt hann geti ekki séð
fiskinn, sem hann er að sækj-
ast eftir, vegna hreyfingarinnar
á vatninu, þá missir hann sjaldn-
ast marks. Þetta getur hann því
aðeins, að hann sendir frá sér
(óheyranlegar) hljóðöldur, sem
endurkastast til hans frá nálæg-
um hlutum likt og um radar
væri aS ræða.
En vísindamennirnir hafa
ekki enn uppgötvað, hvernig
höfrungarnir fara að þvi að
mynda þessi hljóð, sem berast
gegnum vatn. En komizt hafa
þeir að því, að höfrungarnir
nota svipuð hljóð til að „tala“
hver viS annan; en þau hljóS
eru blísturskenndari. Álitið er,
að hvalirnir, stóru frændur