Úrval - 01.07.1962, Side 90
98
ÚRVAL
var aS ræða, og hitastigið komst
niður fyrir frostmark, og myrkr-
ið varð kolsvart. Snjónum hélt
áfram að kyngja niður. Leitar-
mennirnir gáfust upp rétt fyrir
dögun.
Morguninn eftir tilkynnti einn
leitarflokkurinn, að þeir hefðu
tekið eftir sleðaförum og fót-
sporum hests, sem lá út um
suðurhlið skólalóðarinnar, en
hyrfi þar undir snjóinn. Nú var
þegar í stað byrjað að leita á
ný. Ýmist voru menn fótgang-
andi, á sleðum eða ríðandi.
Klukkan tvö eftir hádegi á
þriðjudag, en þá voru liðnar
tuttugu og fimm stundir frá því
börnin hurfu, urðu leitarmenn
varir við einhverja ójöfnu á að
gizka tvær mílur suður af skól-
anum. Þegar þeir komu nær, sáu
þeir, að þetta var sleði, sem oltið
hafði á hliðina. Næstum fast
upp við hann stóð hestur eins
og þögull, hreyfingarlaus vörð-
ur. Undir nakinni sleðagrind-
I
inni var snæviþakin þústa.
Stirnaður stúlkulíkami lá á
grúfu með kápuna fráhneppta
og útbreidda. Handleggirnir
lágu einnig útbreiddir yfir bróð-
ur hennar og systur, eins og hún
vildi vernda þau i dauðanum
eins og hún hafði gert meðan
hún var lífs. Mennirnir lyftu
henni gætilega upp og hreyfðu
við gæruskinninu og strigaslitr-
unum, sem stúlkan hafði haldið
niðri með líkama sínum. Þarna
undir lágu þau Myrdith og
Emmet, dofin og að einhverju
leyti kalin, en lifandi. Þau höfðu
lofað Hazel þvi að sofna ekki,
því hún hafði vitað, að svefn
undir þessum kringumstæðum
var svefninn langi.
Fyrir utan dómhúsið í bænum
Center rís nú bautasteinn, hvar
á eru grafin þessi orð:
Til
minningar
um
HAZEL MINER
11. apríl, 1904
16. marz, 1920
Til virðingar hinni látnu.
Til minningar eftirlifendum.
ÖRum til eftirbreytni.
Saga lífs hennar og sorglegs
danffa er skrásett i skjölum OIi-
ver-fglkis. Þá, sem ert óknnn-
ugur, lestu þaff.
1 HVERT SINN og visindin gera uppgötvun, grípa djöflarnir
hana, á meðan englarnir eru að ræða um, hvernig bezt sé að nota
hana. — Alan Valeptine.