Úrval - 01.07.1962, Síða 99
107
KENNARI yfirheyrði dreng í eðl-
isfræði og spurði hann meðal ann-
ars um verkanir hitans á hlutina.
Drengurinn segir, að hitinn þenji
þá út en kuldinn minnki þá.
Kennarinn biður hann um dæmi.
— Jú sko, á veturna eru dagarnir
styttri vegna kuldans, en lengri
á sumrin í hitanum.
—□
FRÆG STJARNA i Hollywood
var rétt búin að fá ljósmyndir, er
af henni höfðu verið teknár. Hún
var ekki mjög ung og myndirnar
í samræmi við það. E'n samt var
hún óánægð, og sagði:
— Ég skil bara ekkert í Þessu.
Seinast þegar þér tókuð af mér
myndir, tókust þær með afbrigð-
um vel.
— Já, en þá var ég átta árum
yngri, svaraði ljósmyndarinn.
—□
EIGINMAÐUR einn var að
heiman, þegar konan átti afmæli.
En hann var aðsjáll í fjármálum
og sendi henni því ekki ávísun á
fé til þess að hún gæti gert sér
glaðan dag eða fengið sér eitthvað,
heldur ávísun á milljón kossa.
Konan, sem var dálítið óánægð
með afmælisgjöfina, sendi þakkar-
skeyti um hæl og lauk því svona:
— Mjólkurpósturinn innleysti
fyrir mig ávisunina.
—□
FRÆGUR fallhlifahermaður úr
stríðinu, sem hlotið hafði mikla
viðurkenningu ög enn meira um-
tal, var orðinn sárleiður á skjalli
og spjalli um aírek sín, þegar hann
lenti I samkvæmum, vildi helzt, að
ekkert væri á þau minnzt.
Eit.t sinn kemur til hans kona,
öldungis frá sér af hrifningu af
því að hitta þennan fræga mann
og byrjar óðara að ræða um
stríðið:
— En hvað það er ánægjulegt að
fá að kynnast jafn frægum manni
og mikilli hetju og yður. Þér hljót-
ið að hafa kynnzt mörgu og oft
lent í hræðilegum ógnum. Hvað
haldið þér, að hafi nú verið erfið-
asta reynslan.
— Ja, það var einu sinni í Þýzka-
landi, svaraði fallhiífarkappinn.
Ég kom niður á grasflöt, þar sem
svo illa vildi til að stóð á skilti:
Gangið ekki á grasinu.
—□
— GLÆPURINN var framinn
af snillingi, sagði ákærandinn,
unninn af afburða hugviti og hnit-
miðaðri nákvæmni . . .
— O, þetta þýðir ekkert, greip
sakborningurinn fram í, heldurðu,
að það þurfi ekki annað en skjalla
mig til þess að ég fari að játa?