Úrval - 01.07.1962, Síða 101
KONUNGUR OG VERKFRÆÐINGUR
109
riumönnum. Þeir voru vel gefn-
ir menn. uppfinningasamir og
duglegir við verklegar fram-
kvæmdir. Sumar uppfinningar
þeirra voru reyndar hernaðar-
fegs eðlis. Þannig voru þeir
fyrstir til að búa heri sina járn-
vopnum og smiða „nmsáturs-
1urna“ (siege tower) á hjólum.
Turnar þessir voru venjulega
útbúnir með sérstökum odd-
hvössum staurum eða bjálkum
iil að brjóta með niður veggi
óvinaborganna.
Milli herferðann'a gáfu Assy-
riukonungarnir sér tíma til frið-
samlegra framkvæmda. Þegar
Sargon II. gerði innrás í Arm-
eniu á áttundu öld fyrir Krist,
sá hann áveitukerfi, sem þá var
óþekkt i Mesopotamiu. Þessi
aðferð var einnig notuð í íran,
og var nefnd qunat á arabisku
en kariz á persnesku.
Kariz er viður stokkur, sem
leiðir vatn neðanjarðar frá upp-
sprettu uppi í hæðunum og nið-
ur á láglendið. Þessi aðferð
kemur i veg fyrir uppgufun
vatnsins. Þar sem stokkurinn
kemur upp á yfirborðið, er vatn-
inu dreift um aðrar æðar í
ýmsar áttir.
Sargon dáðist að þessum fram-
kvæmdum, enda þótt hann eyði-
Jegði mannvirkin. og aðferðina
Jét hann taka upp heima í Assy-
ríu, og breiddist hún út i ná-
lægari-Austurlöndum og Norður-
Afríku. Og enn er hún notuð á
mörgum stöðum.
Sonur hans, Sennacherib
(Sinakheriba), sem uppi var á
sjöundu öld fyrir Krist, var at-
hafnaminni sem striðsmaður en
flestir aðrir Assyriukóngar, en
hann lét talsvert til sín taka á
öðrum sviðum, og er hann sér-
stakiega merkur fyrir verklegar
framkvæmdir.
Á þessum tímnm náði ríki
Assyríumanna yfir Mesópotamiu
(nú Iraq), Syriu og Fönikiu (nú
Libanon). Palestina var venju-
lega skattland. Assyriukóngarn-
ir stjórnuðu þessum ríkjum
venjuiega ekki beint, heldur létu
heimakóngana gjalda sér skatt
og lána sér hermenn, þegar
þurfa þótti.
Assyríukóngarnir reyndu að
drottna yfir Babyloniu með slík-
um undirkóngum, en þeir brut-
ust undan yfirráðunum við
hvert tækifæri sem gafst. Um það
bil 690 fyrir Krist steypti Sen-
nacherib eirium þessarra kónga
af stóli og setti einn son sinn,
Ashur-nadun-schum i hans stað.
Þeir athafnasömustu af hinum
undirokuðu flýðu suður i vot-
lendi Kaldea, en þar töldu þeir
sig örugga.
Þeir vissu ekki, hve Sen-