Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 104
112
Ú R V A L
gegn hónum. Hann var tældur
inn í musteri eitt i Nineveh og
barinn þar til bana með guða-
likneskjum. Sonur hans, hinn
grimmilegi Esarhaddon, tók við
af honum og lagði Egyptaland
undir sig.
Eftir daga Esarhaddon tók
við völdum hinn draumlyndi
Ashurbanipal, unnandi lista og
leturs, og á stjórnarárum hans
stóð hagur landsins með mestum
blóma. En eftir lát hans hnign-
aði ríkinu smátt og smátt, þar eð
samstaða þegnanna minnkaði og
hjarðmannaflokkar Barbaranna
streymdu að frá norðri.
Árið 612 fyrir Krist réðu rikj-
um í Assyríu Scythi-anar Med-
esmenn og Babyloníumenn. —
Medesmenn notfærðu sér vatna-
vexti í Tigris-ánni til að koma
yfir hana múrbrjótum á flekum
og' ráðast á borgina Nineveh og
leggja hana í eyði.
Tveim öldum siðar, þegar
hinir tíu þúsund grísku mála-
liðsmenn Zenofons fóru þarna
um, var ekkert eftir af Nineveh-
borg nema rústahrúgur, og
minningin um ,,blóðugu borg-
ina“ var tekin mjög að fölna i
hugum manna.
XXX
Alveg eíns og Truman gamli.
HARRY S. TRUMAN, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hef-
ur mikið yndi af að segja sögu eina, er gerðist eitthvað ári eftir
að hann skilaði forsetaembættinu í hendur Eisenhower. Hann
var að heimsækja vin sinn í Park Avenue og studdi á skakka
dyrabjöllu. Maðurinn, sem kom til dyranna, tók afsökun hans
góðlátlega, en sagði svo:
•— Heyrðu, hefur enginn sagt þér, að þú ert nákvæmlega eins
og karlskröggurinn hann Truman? — Black and White.
XXX
Fjölskyldubyrgi.
1 skýrslu kjarnorkunefndar Bandaríkjanna um kostnað við
byggingu kjarnorkuvarnarbyrgja fyrir fjölskyldur eða smáhópa
er gert ráð fyrir, að hann verði frá 1200 upp í 1650 dollara, eða.
frá 50 til 70 þús. ísl. króna. E'r þá miðað við byrgi af traustuStu
gerð og allur útbúnaður meðtalinn. Ófullkomnara byrgi, sem þó
fullnægir kröfum nefndarinnar, mun þó ekki kosta meir en 800
dollara eða 30,000,00 ísl. krónur.