Úrval - 01.07.1962, Side 106
114
ÚRVAL
(sem verndarenglar) þess
þjóðfélags eða ríkis. Þessi eina
milljón hermanna er allur heims-
ins her, þeir eru til þess að
vernda og tryggja friðarsam-
band þjóðanna og grundvallar-
lög alheimsins, svo og lif og rétt
alheimssljórnarráðsins. Þeir eru
háðir fyrirskijíunum meirihluta
alheimsráðsins og engu öðru,
nema eigin samvizku.
Alheimsstjórnarráðið er æðsta
úrskurðarvald í alheimsins sam-
eiginlegum málum og æðsti dóm-
stóll í öllum málum, sem til þess
er skotið. Þó er algildi dóma
undir því komið, að 4/5 hlutar
ráðsins séu á eitt sáttir.
Eitt einasta tungumál er við-
tekið að lögum um allan heim,
þó licfur hver einstök þjóð rétt
til að viðhalda sínu tungumáli
á sinn kostnað, en búizt er við,
að öll siík viðleitni hverfi með
timanum.
Alheimsveldið skiptist í ríki,
ríkin í fylki og fylkin í sveitir.
Hvert ríki hefur sina stjórn og
þing (sambandsþing) og hvert
fylki sitt þing (fylkisþing) og
sina stjórn og hver sveit sitt þing
og sina stjórn — á líkan hátt
og átti sér stað hjá „stórveld-
um“ heimsins fyrir hundrað ár-
um (um árið 1900).
Um trúarbrögð vill heimurinn
helzt ekkert hugsa eða segja.
Með alheimssamþykkt er þó við-
tekin trú á einn guð og áfram-
liald einstaklingslífsins eftir
dauðann, sem eðlileg og skað-
laus atriði. Allur i'orn og kirkju-
legur átrúnaður er þegar horfinn
úr heiminum. Menn lesa nú
Bibliuna sem aðrar þjóðsögur
fornaldarinnar, til þess aðeins
að kynnast hinu viltta bersku-
ástandi mannsins.
Hið opinbera sér um öll upp-
fræðslu- og skólamálefni heims-
ins ((hvert ríki fyrir sig), lög-
gæzlu og allar mannúðarstofnan-
ir og fyrirmyndarstofnanir í
öllum verklegum atvinnugrein-
um, svo búnaði sem öðru.
Allar járnbrautir með tilheyr-
andi eru rikisins eign, svo og
fréttaþræðir allir og loftsiglinga-
útvegur allur, svo og allt landið.
Allar tekjur sínar hefur ríkið
af tekjuskatti, eignaskatti og
tollum af óþörfum vörum, svo
og arði af járnbrautum og öðr-
um arðberandi stofnunum þess
og námum. Ríkið launar öllum
sínum embættismönnum og
leggur fé fram til allra sinna
fyrirtækja og selur þau siðan
á leigu einstökum mönnum, en
hefur sjálft yfirumsjón með öllu.
Það leggur fylkjunum til fé ár-
lega til reksturs þeirra almennu
stofnana, og fylkin aftur sveit-
unum.
Hverjum einstakling, sem setj-
ast vill að á landi sem bóndi,