Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 107
FYRIfíKOMULA G MANNFÉLA GSINS
115
er úthlutað, eftir beiðni sinni og
meðmælum meirililuta sveitar-
ráðsins, þar sem hann vill setj-
ast að, eða fimm atkvæðisbærra
bænda í þvi nágrenni, land þar
sem þess er óskað, og svo miklu,
sem hann álizt þurfa á að halda,
eftir ástæðum hans, allt að einni
ferhyrningsmilu (meira fær eng-
inn af landi). Rikið leggur hon-
um til 500 dollara í þeim mun-
um til bústofnunar, sem hann
ákveður, á gangverði. Þessa fjár-
hæð endurborgar bóndinn (eða
erfingjar hans) með 2% vöxt-
um aðeins, árlega í næstu 30 ár.
Af landinu borgar hann ekkert.
Bóndinn hefur þetta land sitt
til eilífrar eignar, fyrir sig og
sina niðja, þannig: hann má
selja hverjum manni, sem hann
vill, land sitt (ef hann er full-
veðja, hefur atkvæðisrétt, kosn-
ingarrétt til alheimsþingsins)
til ábúðar, með sér og eftir sinn
dag, þ. e. öll verk, sem hann
hefur unnið eða keypt og sem
eru á landinu. En landið sjálft
er óseljanleg eign rikisins i
heild.
Einstaklingurinn hefur ótak-
markáð trúfrelsi, málfrelsi,
hugsanafrelsi, atvinnufrelsi,
hegðunar-, félags- og námsfrelsi,
nema hvað hegðunarfrelsið tak-
markast við sín réttu takmörk,
og eru þau löghelguð, og eru
þau: Að misbjóða ekki samskon-
ar frelsi annarra manna og yfir
höfuð, að misbjóða ekki tilfinn-
ingum nokkurs lifandi dýrs,
fram yfir nauðsyn og rétt til að
fullnægja eigin lífsskilyrðum.
Atvinnufrelsi takmarkast einnig
(ef svo má kallast) við það, að
enginn maður má að lögum eiga
meiri eignir en nemi 100 þús-
und dollurum. Það sem einstakl-
ingurinn getur eignazt fram yf-
ir það, heyrir ríkinu lil sem eign
þess. Maður og kona eru full-
veðja, er þau eru 20 ára að aldri
og hafa þá kosningarrétt til al-
heimsstjórnarinnar. Eignaskatt-
ur er lagður á hvers einstaklings
eign árlega, úr þvi hún nemur
meiru en 5000 dollurum, stig-
hækkandi þannig: % % upp að
S 10,000, þá 2% upp að 20,000,
þá 4% upp að 30,000, þá 8%
upp að 40,000, 15% upp að 50,
000 og 25% upp að 100,000 doll-
urum, sem er það mesta, sem
einn maður má eiga.
Tekjuskattur er lagður á árs-
tekjur hvers einstaklings, úr því
þær nema meiru en $ 1000, % %
að 1500, 1 %% að 2000, þá 3%
að 2500, 6% að 3000, 10% að
4000, 16% að 5000 og þá 25%
á það, sem þar er yfir. En hærri
laun en 10,0000 dollara má eng-
um einum manni greiða um árið,
að lögum.
Afleiðingin af þessu skipulagi
er nú þegar orðin sú, að það