Úrval - 01.07.1962, Síða 109
FYRIRKOMULA G MA NNFÉLAGSINS
117
sinnum meira er nú framleitt af
ekrunni en áður var, af sama
tagi og þó gengur jörðin minna
úr sér.
Tilrauna og fyrirmyndarbúin
finna svo að segja árlega nýjan
sannleik um vafasöm spursmál
fyrri tima, i atvinnuvegunum
og framleiðslufræðinni, sem
opna mönnum nýjar leiðir að
auði jarðarinnar, sem lítur út
fyrir að vera ótæmanlegur um
alla eilífð, þegar réttu meðul-
in eru fundin. Þegar menn á
þessum tímum líta til baka til
19. aldarinnar, þessarar merk-
isaldar mannlegrar tilveru á
þessari jörðu, og sjá, hvað menn
á þeim timum þóttust vera
komnir langt i öllu vísindalegu,
siðferðilegu og góðlegu, og bera
það svo saman við nútím-
ann, já, þá geta jafnvel hraust-
ustu menn fengið svima af undr-
un yfir skammsýni og barna-
gælum þeirrar aldar. Og meir
en svo, þeim hættir við að láta
sér detta í hug, að næstu hundr-
að ár geti fært mannkynið jafn-
langt frá þessum tíma, upp og
áfram, sem þessi tími er 19.
öldinni, og þannig í það óendan-
lega. Þó geta menn naumast
skilið hvernig, þvi að satt að
segja er mennskum mönnum
naumast unnt að gera sér grein
fyrir, að dauðlegur maður eigi
nú svo mjög langt eftir að endi-
marki sinnar ákvörðunar, þar
nú verður ekki betur séð, en
að mannkynið hafi til fulls ráð-
ið þá miklu gátu, sem það, —
frá þvi það var nakið í reifum
náttúrunnar, hefur verið að
leitast við að ráða gegnum alda-
raðirnar, nefnilega ráð til að
farsæla mannkynið. Og þó finnst
okkur að ekki sé heimilt að
hugsa svo, því að framtíðin
hlýtur að vera óleysanleg ráð-
gáta, svo liér eftir sem hingað
til, og takmark mannlegrar full-
komnunar getur þvi ekki verið
manninum hugsanlegt, hvað þá
ákvarðanlegt. Rikið leiðir ekki
fram neinar óþarfavörur, það
gera einstakir menn. Allur
gangeyrir heimsins er pappír og
einn banki í hverju ríki, sem
stendur út um allt landið, í
greinum. Ríkið á bankann, Al-
heimsstjórnin gefur út alla seðla-
peninga fyrir öll ríki heimsins,
eftir viðskiptaþörf hvers fyrir
sig, til ábyrgðar fyrir gangmynt
hvers ríkis stendur ríkið sjálft,
með öllum sinum eignum. Seðl-
ar þess geta því aldrei fallið, því
þess er ávallt gætt, að aldrei sé
meira til af þeim en þörf krefur.
Svo eru og líka öll áhöld, sem
að prentverki Iúta, gerð af stjórn
hvers ríkis, svo að fyrir áhalda-
leysi er einstökum mönnum ó-
mögulegt að mynda eftir seðl-