Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 114
122
ÚRVAL
um gróðurlausu lágsléttu, en þó
er ekki um algert tilbreytingar-
leysi að ræða. Óasarnir til dæm-
is lífg'a mjög upp á landslagið.
Margir halda, að Sahara sé ekki
annað en endalausir sandflákar,
en svo er ekki; raunverulegir
sandflákar eru ekki nema einn
fimmti hluti, enda þótt kvik-
myndirnar gefi aðra huginynd.
Sandsvæðunum má skipta í
tvennt, eftir þvi hvort sandur-
inn er fastur eða laus í sér, og
er sá síðarnefndi miklu ógreið-
ari yfirferðar, meðal annars
vegna sandbylja. Sum svæðin
eru einnig ógreiðfær yfirferðar
vegna grjóts, sem að minnsta
kosti tvisvar sinnum hefur ver-
ið undir yfirborði sjávar.
Tvö aðal-„hálendi“ eru á eyði-
mörkinni og myndar það eystra
Hoggar-fjöllin í Tamanrasset, en
það vestara liggur á landamær-
um hins spænska Sahara. Á
nyrðra jaðri eyðimerkurinnar er
steppa, og er það eini hlutinn,
þar sem um eitthvert beitiland
er að ræða. Þar eru tveir þriðju
af íbúunum hirðingjar, sem lifa
á fjár- og geitabúskap, en bjarg-
ræðistíminn er regntími vetr-
arins.
En á vorin þornar þetta lands-
svæði upp, og hirðingjarnir reka
sauði sína og geitur i þúsunda-
tali i áttina til hásléttu Alsírs.
Þessi innrás hirðingja nefnist á
þarlendu máli achaþa, og lenda
þeir í nokkrum árekstrum við
íbúana, sem þar eru fyrir. En
hirðingjarnir eru að einu leyti
velkomnir: Þeir hjálpa til í önn-
um uppskerutimans, og af þeim
sökum skapast noklcur samvinna
með þessum tveim aðilum.
Sahara hefur ekki alltaf verið
eyðimörk. Eftir jarðsögulegum
tíma er stutt síðan þar var frjó-
samt land. Miklir tré-steingerv-
ingar hafa fundizt í miðri eyði-
mörkinni, og þeir sanna, að þar
hafi verið skógur fyrir um það
bil fimm þúsund öldum.
Ekki eru nema 60 aldir siðan
Garamantes-menn bjuggu þarna.
Þeir lifðu á veiðifangi, máluðu á
klettaveggi Tassili des Ajjers
myndir af giröffum og filum, en
þær dýrategundir þrífast nú ekki
í Sahara. Herodotus lýsir menn-
ingu þeirra og staðfestir, að
þarna hafi verið hjarðir á beit.
Eftir þvi sem vatnið minnkaði
í eyðimörkinni, þrengdist um
fiska og vatnaskriðdýr, en þau
héldu áfram að auka kyn sitt
í innilokuðum pollum. Þess
vegna hafa stundum fundizt fisk-
ar á ólíklegustu stöðum, og
krókodíll hefur fundizt í Wadi
Igharghar suður af Alsír, sjálf-
sagt sá síðasti af því kyni i
Sahara. Það var enn nóg vatn
J