Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 115
A UÐÆFI SA NDA UÐNA NNA
123
í Sahara á fyrstu öld eftir Krist
til að gera hersveitum Rómverja
kleift að komast að Chad-vatni
og lifa á gæðum landsins. En
þetta varS til þess, að þeir fluttu
með sér kamel-úlfalda frá Litlu-
Asíu, en þau dýr eyddu gróðr-
inum.
Úlfaldarnir urðu til þess að
gera hirðingjana djarfari að
ferðast yfir eyðimörkina, og í
bækistöðvum sínum eyddu þeir
trjám og kjarri á bálum sínum.
Þar eð þeir dvöldu skammt í
hverjum stað, skeyttu þeir lítt
um landsspjöll.
Eyðimörkin er enn að breið-
ast út. Pálmalundirnir i suður-
drögum Atlasfjallanna láta á sjá
árlega, því sandurinn vinnur á.
Undanfarnar fjörutíu aldir hefur
Saliara sótt á með vatnsleysi
sínu og sandi með hraðanum
þrjátíu mílur á öld.
Saharabúar eiga ættir sínar
að rekja til ýmissa kynflokka.
Sá eini þeirra, sem er skyldur
Alsírmönnum, eru hinir dular-
fullu og rómantísku „blámenn“,
en þeir eru nefndir svo vegna
blæjanna, sem karlmennirnir
bera. En andlitin sýnast bláleit
undir blæjunum. Annars heitir
kynflokkur þessi Touareg.
Touareg-arnir eru Berbar.
(Berbers). Á eyðimörkinni liafa
þeir viðhaldið tungu feðra sinna
og „mæðraveldi“ því, sem orð-
in var að siðvenju hjá þeim. En
þeir líta á sig sem fjarskyldan
flokk og liafa fyrirlitningu á
Berbum þeim, sem hafa gert
sig ánægða með að setjast að í
alsírska héraðinu Kabyle.
Meðal annarra kynflokka i
Sahara eru Haratin-arnir og Tu-
bus-arnir, og eru þeir ef til vill
afkomendur hinna fjarlægu
Garamantmanna, sem Herodotus
skýrir frá. Til Súdan liafa negrar
verið sóttir til þrælahalds.
Saharabúar eru nú taldir vera
nálægt 000 þúsundum, og um það
bil tveir þriðju hlutar þeirra
eru í Oasis-héraðinu, en þar er
steppan, eina lífvænlega svæðið.
í Saoura-héraðinu, sem er næst-
um samfelld eyðimörk, eru íbú-
arnir 160—70 þúsund. Engir
eiga heimili í miðhlutanum, sem
á arabisku nefnist El Khela —
„Auðnin".
Fjörutiu hundraðshlutar Sa-
harabúa eru hirðingjar, hinir
hafa fast aðsetur umhverfis ó-
asana. Hirðingjarnir sjá um
vöruaðdrætti til föstu aðseturs-
staðanna og burtflutninga hinn-
ar fábreyttu landbúnaðarfram-
leiðslu, sem er döðlur, tóbak og
jurtaefni tii litunar.
Náttúran hefur verið svo
glettin að fela þessarri auðn að
geyma neðanjarðar ýms auðæfi.