Úrval - 01.07.1962, Side 120
128
U R VA L
sá. Hún fékk sér sæti nálæg't
hljóðfærinu og tók að lesa kvæð-
ið „Lestin til Santa Fe“ eftir
Vachel Lindsay:
Það skröltir og hvin i vögn-
unum á teinunum . . .
Mennirnir hlustuðu eins og
þeir væru hugfangnir af hrynj-
andi orðanna, og hver af öðr-
um skriðu þeir undan píanóinu
og settust í hring umhverfis
Dorothy.
Hún hélt áfram að lesa, og
loks spurði hún: „Hefur nokkur
ykkar verið í Santa Fe?“ Ein-
hver af þeim tók við sér, og
annar bað hana að lesa kvæðið
aftur.
Ekki leið á löngu áður en þessi
hópur taldi fjórtán manns. Og
að lokum var svo komið, að
allir að tveim undanteknum
voru farnir að lesa upphátt og
svara spurningum skynsamlega.
í nokkur ár hefur Dorothy
Smith kennt þessa aðferð og
beitt henni í sjúkrahúsum, þar
sem áhugi hefur verið fyrir
hendi. Flestum læknunum og
hjúkrunarkonunum hefur þótt
mikið til þess arna koma, en i
flestum tilfellum haft þá skoð-
un, að það væri f'yrst og fremst
persónuleiki og framkoma Doro-
thy, sem ynni verkið, og aðrir
mundu ekki leika þetta eftir
henni. En hún svaraði þvi til,
að allt sem þyrfti með, væri um-
hyggjusemi fyrir fólki og æfing.
Stærsta tækifærið fékk Doro-
thy í júní 1956, en þá sagði ein
hjúkrunarkonan í ríkisspítalan-
um í Fíladelfíu við hana: „í
deildinni minni eru verst förnu
sjúklingarnir hér í spífalanum.
Ég held þér getið ekki fengið
áhuga á þeim.“
En Dorothy tók áskoruninni
og lagði leið sína til þessarar
sjúkradeildar, en þar sátu tólf
ógreiddar, augnsljóvgar konúr
í hring. Að venju heilsaði Doro-
thy þeim öllum með handar-
bandi og var hin vingjarnlegasta,
Nokkrar þeirra brostu. Siðan
hóf hún að lesa kafla úr kvæð-
inu ,.Hiavvatha“ eftir Longfell-
ow. Eftir nokkra stund gerði
hún hlé á lestrinum og spurði:
,,Getur nokkur ykkar nefnt aðra
persónu (character) fyrir utan
Hiawatha og Minnehaha?“
„Nokomis,“ svaraði kona ein,
sem hafði ekki talað neitt í
heilt ár.
Eftir að hafa fengið nokkrar
aðrar til að svara spurningum
rétti Dorothy bókina aumkun-
arlegri konu, sem hafði verið
þögul eins lengi og nokkur i
deildinni mundi eftir. „Ég er
orðin þreytt i hálsinuxn," sagði
Dorothy við hana. „Gerið svo