Úrval - 01.07.1962, Qupperneq 128
136
Ú R YA L
hefur ekki verið fyrir hendi.
Örvunin til byltingar hefur ver-
ið meira en nægileg. En ríkis-
ritskoðun gagnvart fagurfræði-
legri og vitsmunalegri tjáningu,
er brýtur í bága við hið viður-
kennda, hefur verið þáttur rúss-
nesks lífs öldum saman. (Það
var aðeins af tilviljun, að verk
Marx voru þýdd á rússnesku:
ritskoðandinn áleit þau of leið-
inleg til þess að þau gætu gert
nokkurt ógagn).
Það er mjög óviturlegt, þegar
til lengdar lætur, að múlbinda
hugklofa hvers þjóðfélags. Stöð-
ugt starf, án hinna frjóvgandi
áhrifa nýrrar hugsunar, leiðir
örugglega til vitsmunalegrar og
þjóðfélagslegrar fyrningar. En á
þessu sviði er einnig' ástæða til
að ala með sér von. Rétttrúnað-
ur og ritskoðun náði áður til
rússnesks vitsmunalífs í heild.
Afleiðingarnar leiddu til algers
ósigurs, hvað vísindin snerti.
Því eru raunvisindamennirnir
nú einu mennirnir í Rússlandi,
sem hugsa frjálst.
Þaðan er ekki langt skref til
frelsis til handa þeim, sem fást
við hagfræðileg og þjóðfélagsleg
vísindi. Ég hef þá trú, að skref
þetta verði stigið, þótt hægt
fari, vegna hinnar áleitnu þarf-
ar á hagkvæmum þjóðfélagsleg-
um rekstri og afköstum. Þegar
slíkt hefur gerzt, munu allar að-
stæður breytast heimsfriðnum
í vil.
Ofsóknar- og mikilmennsku-
kennci.
Algert ofsóknar- og mikil-
mennskubrjálæði er sjaldgæfur
sjúkdómur. Kjarni hans er sá,
að hann sameinar tortryggni og
kerfisbundið undirferli. Okkur
hættir öllum til þess að láta
undan þessari kennd einstaka
sinnum, að álíta, að aðrir séu
að tala um okkur eða að brugga
ráð gegn okkur. Við höfum næst-
um ætið á röngu að standa.
Það er auðsýnilegt, að Rúss-
ar hafa fengið meira en eðlileg-
an skammt af þessari kennd.
Þetta er þjóðargalli, sem þeir
eru aðeins nýbyrjaðir að yfir-
vinna.Maður gæti álitið,að uppá-
haldsmaðurinn í uppáhaldsleik
þeirra, taflinu, hljóti að vera
riddarinn, sem hægt er að leika
á átta mismunandi vegu, og
enginn þeirra er bein leið. Æ
oían í æ má sjá þá leika ridd-
aranum fram vitsmunalega séð.
Slíkur hugsunarháttur er sjald-
gæfur meðal Engilsaxa. Þegar
hann verður á vegi þeirra,
skynja þeir hann ekki og álita
aðeins, að þeir hafi verið beittir
brögðum.
Sá, sem haldinn er þessari of-
sóknarkennd, virðist oft vera