Úrval - 01.07.1962, Side 129
AÐ SKILJA RÚSSA
137
óheiðarlegur, vegna þess að
hann býst við undirferli af öðr-
um. En hann er í rauninni
gagnheiðarlegur. Vandi hans er
fólginn í hinni vafasömu for-
sendu, sem hann miðaði allt við
i byrjun, og krókaleiðunum, sem
hann þræðir um. Það verður þvi
þýðingarmest, þegar til leng'dar
lætur, að sýna honum fram á,
að upphaflega forsendan var
röng.
Sefasýkis- og móðursýkis-
kennd.
Sá, sem haldinn er slíkri
kennd, hefur persónuleika dek-
urbarnsins. Eígingirnin er al-
ger. Það heldur ekkert aftur af
því, nema ósigrandi og hættu-
legur raunveruleikinn, og því
er það þýðingarmikið að vera
algerlega ákveðinn i að hindra,
að dekurbarninu takist að ná
settu marki.
Slík kennd er ekki algeng með-
al Rússa, þótt þeir eigi slíka
hegðun til. Ef litið er á söguna,
kemur i ljós, að þeir hafa ekki
verið eins heimsváldasinnaðir
og margar Vesturlandaþjóðir.
Enn þann dag í dag virðist uppá-
lialds heimsmynd þeirra vera
samband kommúnistaríkja, sem
öll hafa sama grundvallarmark-
mið, fremur en alrússnesk ver-
öld.
Ef við erum ákveðin, álítum
við, að slíkt leiði til þess, að
mótstöðumaðurinn sé reiðubú-
inn til að slá af kröfum sínum
og komast að samkomulagi. Þá
getum við gert kaup, sem hag'-
kvæm séu báðum aðilum. Þegar
hinn sefasjúki kemst í slíkar
aðstæður, hörfar hann venjulega
undan, slær af kröfum sinum og
semur. En Rússar eru við hin
mörkin. í augum Rússans eru
tilslakanir vitsmunaleg og hug-
sjónaleg uppgjöf, svik við sann-
leikann. Aðeins getur orðið um
breytta hegðun hans að ræða,
ef hann verður sannfærður um,
að ný stefna sé hin rétta stefna.
Engar hótanir né ákveðni munu
beina honum frá markmiði
hans.
Einræði. (Ýkt duld viðvíkjandi
vissum fyrirbrigðum).
Sá, sem haldinn er slíkri ýktrí
duld, vill hafa vissan stað fyrir
alla hluti og alla hluti á vissum
stað. Hirðuleysi veldur lionum
raunverulegri hryggð, og honum
hættir til að álita hirðusemi,
röð og reglu, vera hið sama og
hagkvæmni. er leiði nauðsyn-
lega til árangursríkra afkasta.
í okkar margbrotnu nútima-
veröld er vottur slíkrar kenndar
ómetanlegur. Sú ken.nd gerir
það að verkum, að stræti eru
hreinsuð og lestir leggja af stað
á réttum tíma. Hún gerir opin-