Úrval - 01.07.1962, Page 134
142
ÚR VAL
daginn eftir að kafararnir höfðu
uppgötvað brotnu stálskástoS-
ina, átíu sér stað stöðug sím-
töi, þegar verkfræSingarnir
ræddu um það, hvað ætti að gera
viðvíkjandi turni nr. 4. Og slík-
ar viðræður höfðu nú átt sér
staS í meira en þrjú ár sam-
fleytt, þótt ótrúlegt sé.
FlugliSið átti þrjá Texasturna,
en svo voru þeir kallaðir, vegna
þess að þeir liktust olíuborturn-
um þeim á hafi úti, sem fyrst
voru reistir úti i Mexikóflóa
undan strönd Texas. Upphaflega
hafði veriS gert ráð fyrir fimm
turnum alls, en eigi höfðu verið
reistir nema þrír samtals, ji. e.
nr. 2, 3 og 4. Sérhver turn stend-
ur á holum stálfótum, sem rekn-
ir eru djúpt niður í hafsbotninn.
Áttatíu fetum yfir sjávarmáli er
fleygmyndaður stálpallur með
þrem þilförum. efst á honum
er þyrping svokallaðrla „rad-
oma“, sem eru gul og hvít á lit-
inn og líktust flugbelgjum í lög-
un. Á pallinum er samansafn af
raforkustöðvum, ratsjárherbergj-
um og vistarverum. 85—100 flug-
liðar dvelja i hverjum turni.
Reynt er að viðhalda andlegu
þreki manna í þessum einmana-
lega heimi vinda og sjávarlöðurs
á ýmsan hátt. Að innan eru vist-
arverur málaðar í björtum og
lífgandi litum. Hver krókur og
kimi er notfærðurfyrirbókasöfn,
leikfimistofur, dagstofur, tóm-
stundaherbergi og herbergi til
ýmissa skemmtana. Hljómlist
er útvarpað í gegnum hátalara-
kerfi. Maturinn er stórkostlegur.
Kvikmyndir, borðhald úti á þil-
fari, keppni í ýmsum þilfars-
leikjum, körfuboltaleikir og dag-
legur bjórskammtur hjálpar allt
ti! þess að fyrirbyggja „turna-
sótt“.
Áhafnirnar tala um þessar ein-
manalegu varðstöðvar i Atlants-
hafinu sem „Járnbastarðana“ og
,,Þorskstöðvarnar“, en samt hef-
ur alltaf ríkt góður andi í turn-
um nr. 2 og 3. Þessir turnar
standa langt úti í Atlantshafi,
austur af Massachusettsfylki og
Rhode Islandfylki, og hafa
reynzt geta staSið af sér hina
verstu storma og fellibylji. Þeir
hafa verið þýðingarmikill hlekk-
ur í vörnum .Bandaríkjanna í
meira en fimm ár. Ratsjártæki
þeirra hafa stöðugt þaulleitað
um loftin að flugvélum, sem
nálgast. Sú leit hefur jafnvel
haldið áfram í þokum og stór-
hríðum.
En einhver mistök urðu með
turn nr. 4. Hann var risavaxinn,
kostaði 21 milljón dollara. Hann
hóf sína einmanalegu varðstöðu
í Atlantshafinu á neðansjávar-
hrygg nokkrum nálægt blábrún