Úrval - 01.07.1962, Page 135
IIARMSA GAN UM FJÓRÐA TURN
143
meginlandsgrunnsins. En löngu
áður höfðu verkfræðingar byrj-
að að rífast um þau vandamál,
sem sköpuðust við þá staðreynd,
að hann átti að standa á miklu
dýpi. Verkfræðifirma nokkurt í
Ncw York, Moran, Proctor, Mue-
ser & Rutledge, varð hlutskarp-
ast í samkeppninni, og var því
falið að teikna turninn og skipu-
leggja byggingu hans. Fyrirlæk-
ið hafði borið fram tillögu um
nýja aðferð til þess að byggja
þrífótinn, sem turninn skyldi
standa á. Hann skyldi byggjast
á hliðinni, síðan skyldi honum
fleytt á stað þann, sem hann
átti að standa á á hafi úti, og
síðan átti að reisa hann þar upp
á endann. Bandaríski flotinn
var ábyrgur fyrir áætlunum um
smíðina á þrífætinum og smið-
inni sjálfri, og þessi nýstárlega
áætlun var samþykkt af flotan-
um.
Fyrirtækið J. Rich Steers, Inc.
í New York var síðan fengið til
þess að byggja sjálfan turninn
þarna á hafi úti.
Síðari hluta júnímánaðar ár-
ið 1957 lauk smíði þessa risa-
vaxna þrífótar í skipasmíða-
stöð einni í Portland í Maine-
fylki. Hann var eins langur og
knattspyrnuvöllur og vó 1800
tonn. Dráttarbátar drógu hann
varlega á miili sín 500 mílur til
hins áæílaða staðar á hafi úti.
Þann 4. júli voru verkfræðingar
að búa sig undir að reisa þetta
ferlíki upp á endann, þegar
stormur skall á. Alla þá nótt og
næsta dag áttu dráttarbátarnir
fullt í fangi með að hafa taum-
hald á hinum risavaxna þrí-
fæti, og þegar lægði, sást, að
hinar stóru stálskástoðir á tveim
fótum turnsins höfðu losnað
næstum alvcg af og sú þriðja
hafði skemmzt.
Verkfræðingarnir héldu fund
um málið. Áttu þeir að láta
dráttarbátana draga þrífótinn
aftur til Mainefylkis og setja
stálskástoðirnar á að nýju, á
sama hátt og upphaflega, en slíkt
myndi tefja byggingu turnsins
allt til næsta árs? Eða áttu þeir
kannske að reisa hinn gallaða
turn i núverandi ásigkomulagi
og setja síðan neðansjávarská-
stoðirnar á fætur hans síðar
meir? Þingskipuð rannsóknar-
nefnd, er skipuð var, skýrði frá
því, að verkfræðingurinn J. Rich
Steers, er byggja átti sjálfan
turninn, hafi haldið því fram,
að örugglega yrði hægt að láta
kafara gera við skemmdirnar
þar á staðnum eftir á. Liðsfor-
ingjar flotans samþykktu þessa
ákvörðun. Lokið var við að
reisa turninn, og siðan voru
fætur hans reknir niður í hafs-