Úrval - 01.07.1962, Side 136
144
ÚR VAL
botninn. Síðar þetta sumar festu
kafarar risavaxinn „stálflibba“
um fætur turnsins i staS hinna
brotnu skástoða.
Óafturkailanleg ákvörðun
hafði verið tekin. Reyndur verk-
fræðingur sag'ði síðar: „Það
var öruggt mál, að liafið, sem
átti i stöðugri viðureign við
turninn, myndi veikja hann, ef
„stálflibbinn" léti undan. Menn
þreytast, málmur þreytist, allt
þreytist, áður en hafið þreytist.“
Það kom brátt i Ijós, er flug-
liðið hafði tekið við stjórn
turnsins, að hin minnsta kvika
olli því, að turninn titraði og
vaggaði til. Um vorið 1958 höfðu
flugliðarnir skírt hann að nýju
og kölluðu hann nú „Gamla
hristing“. Gestir voru hátíðlega
varaðir við þvi, að raka sig
með beittu blaði, ef ske kynni,
að snögg velta yrði til þess, að
þeir skæru sig á háls.
Kafarar tilkynntu, að „stál-
flibbinn“ væri laflaus og færð-
ist til upp og niður og hefði
þannig nuddað stál eins fótarins,
þar til það var orðið gljáfægt.
Mikið var reynt til þess að
styrkja „stálflibbann“. En vet-
urinn 1959—60 var turn nr. 4
farinn að rugga með ógnvænleg-
um sveiflum og hringlaga hreyf-
ingu. Og neðan úr djúpinu
heyrðust draugalegir skellir. —
Kafarar uppgötvuðu fljótlega
orsökina: Vegna hinna stöðugu
sveiflna turnsins, höfðu stál-
boltar, sem festu neðansjávar-
skástoðirnar við turnfæturna,
losnað.
Þetta sumar unnu verkamenn
af æðisgengnu kappi við að
koma fyrir nýjum neðansjávar-
skástoðum. En í septembermán-
uði árið 1960 skall fellibylurinn
„Donna“ á turn nr. 4 með 130
mílna vindhraða á klukkustund.
Öldurnar náðu 50 feta hæð. Hug-
rekki og stjórn Phelans höfuðs-
rnanns var það þakkað, að það
tókst að koma i veg fyrir, að
æðisgengin ofsahræðsla gripi
áhöfnina, þegar ofsalegir brot-
sjóir færðu pallinn næstum al-
veg i kaf.
Ratsjáin fór úr sambandi,
brúin var eyðilögð, neðansjávar-
stoðirnar voru stórskemmdar
enn einu sinni, turn nr. 4 var
nú fremur gagnslaust rekald en
varðturn. En samt gat flugliðið
ekki fengið sig til þess að yfir-
gefa hann algerlega. Þess i stað
var þessi veikburða bygging
styrkt með stálköðlum. En þetta
bætti alls ekki ástandið. Þann
16. nóvember voru hnykkir og
sveiflur turnsins orðnar svo ógn-
vænlegar, að Phelan skráði eftir-
farandi i dagbók turnsins: „Ég
hef verið í stöðugu sambandi