Úrval - 01.07.1962, Síða 137
HARMSAGAX UM FJÓRÐA TURN
145
við Sheppard í allan morgun.
'.Astandið hérna í turninum er
að verða lífshættulegt. Ég mæii
með bi'ottflutningí að nokkru
leyti."
Þegar hér var komið sögu,
skipaði Elder yfirhershöfðingi
svo fyrir, að mestur hluti áhafn-
arinnar skyldi fluttur burí, en
eftir skyldi verða fámenn á-
höfn, sem skyldi sjá um hita og
orku handa hinum borgaralegu
viðgerðarmönnum. Og 26. flug-
deildin i Syracusa gaf aðalbæki-
stöðvunum í Newburgh vald til
])ess að fyrirskipa algeran brott-
flutning frá turninum, ef ofsa-
stormur skylli á.
En hvers vegna var turn nr.
4 ekki yfirgefinn að fullu og
öllu um þessar mundir? Shepp-
ard gaf siðar eftirfarandi yfir-
lýsingu: „Það er ekki hægt að
snauta burt og skilja eftir mill-
jóna dollara virði af ratsjárút-
búnaði eftirlitslausan.“ Rúss-
neskir togarar voru nýbyrjaðir
að sveima um hafsvæðin um-
hverfis turnana. Yrði alger brott-
flutningur fyrirskipaður frá
turni nr. 4, myndi ekkert aftra
Rússurn frá því að ræna hann
öllum verðmætum eða taka all-
an turninn í sínar hendur sem
sjávargóss, er þeir hefðu bjarg-
að. Áhafnir turnsins vissu þetta,
og suniir mennirnir höfðu boð-
izt til þess að vera á verði i turn-
inum í hinum verstu fellibyljum,
ef nauðsyn krefði, til þess að
halda Rússum i hæfilegri fjar-
lægð.
Lífið í turninum varð sem
martröð, er desemberstormarnir
skóku hann til. Velturnar og
hristingurinn var ógnvekjandi.
Flugliðar, sem fóru heim i jóla-
leyfi, sögðu fjölskyldum sínum,
að þeir kviðu óskaplega fyrir
þvi að fara aftur út i turninn.
Logsuðumaður nokkur sagði við
fjölskyldu sína: „Mennirnir í
turninum sögðu alltaf, þegar ein-
hver óvenjulegur hávaði heyrð-
ist, svo sem ýskur í einhverjum
málmhlut: „Hvað var þetta?“ og
siðan tóku þeir að titra, þeir
krupu á kné og báðust fyrir.“
Liðþjálfi frá Elmira, N. Y. skrif-
aði til konu sinnar: „Turninn
er alls ekki hæfur dvalarstaður
nokkrum manni. Ég vona, að
hann hangi það lengi uppi, að
ég komist heim til þess að sjá
þig og börnin aftur.“
Plielan trúði konu sinni fyrir
því, að hann hefði oft farið fram
á það, að menn hans yrðu flutt-
ir burt. „Hvað á ég að gera við
alla þessa menn?“ var hann
vanur að segja. „Það væri ó-
mögulegt fyrir mig að koma
þeim öllum i björgunarbátana.“
En samt var ekki gerð nein