Úrval - 01.07.1962, Page 141
ÍÍARMSAGAN UM FJÓRÐA TURX
149
inn. Frú Phelan heyrir rödd
eiginmanns síns í gegnum mikl-
ar truflanir. „Hvernig er ástatt
með turninn?“ spyr hún. „Hann
snýst,“ svarar hann. Þau tala
um það, hvað muni gerast, ef
turninn félli á hliðina. „Myndi
hann fljóta?“ spyr hún hann.
„Hann mun sökkva —- tafar-
laust,“ svarar Phelan. „Birgða-
skipið er hér, en þaS gæti alls
ekki bjargaS okkur, og það er
sjálft í hættu statt.“ Phelan get-
ur ekki skilið, hves vegna þeim
hefur ekki verið fyrirskipað að
yfirgefa turninn.
2 e. h. Turn nr. 4 við AIvL-
17: „Yfirgefið okkur! Leggið af
stað til hafnar! Það er of hættu-
legt fyrir ykkur að bíða hérna.“
Mangual skipstjóri við turninn:
„Nei, við bíðum.“
Þetta er versti stormur, sem
þetta litla skip hefur nokkru
sinni lent í. Vindurinn er að
breytast í fellibyl. Það er mikil
hætta á því, að öldurnar muni
skella yfir reykháfa AKL-17 i
einhverri dýfunni, svo aS það
lendi allt undir sjó. Særðir og
örmagna hafa skipsmenn skorð-
að sig í brúnni og vélarúminu
í öllum veltingnum og halda sér
þar dauðahaldi.
3 e. h. Turn nr. 4 við God-
höfða: Phelan skýrir frá því,
að geysilegur, drynjandi hávaði
hafi kveðið við; hafi honum
tekizt að komast niður á flug-
þilfar turnsins fyrir skömmu
ásamt Henry Shutz verkfræð-
ingi, og hafi þeir orðið varir
við stórar sprungur í skástoð-
um turnfótanna. Turninn verðúr
að yfirgefa i fyrsta hléi, sem
koma mun, áður en næsta storni-
hviða skellur yfir, en hún er nú
á leið að sunnan.
3.15 e. h. Phelan við veður-
fræðing í stjórnarbækistöðvum
Loftvarna Nevv York-borgar:
„Vindurinn hér er kominn upp
i 72 hnúta (80 mílur á klukku-
stund). Kannske gera þeir eitt-
hvað núna.“
4 e. h. Sheppard talar við
Phelan frá bækistöðvunum á
Cod-höfða. Samkomulag verður
um, að það verði að yfirgefa
turúinn i næsta hléi, sem verða
muni milli vindhviða. Bæki-
stöðvunum í Newburgh og Syra-
cuse er tilkynnt þessi ákvörðun.
Flugmönnum þyrilvængja flug-
liðsins og strandvarnarliðsins á
Cod-höfSa og Long Island er
fyrirskipað að hefja sig til flugs,
strax og veður leyfi. Flugvéla-
móðurskipið „Wasp“ er á æf-
ingum undan ströndinni. Það
kann að verðá mögulegt að senda
einnig þyrilvængjur þaðan
mönnunum til bjargar.
6 e. h. Phelan við frú Phel-